Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 80
Guðni Elísson
ins í að láta ljósmjTida sig kann að stafa af því að hann sé með
öllu sálarlaus.2
Þessa gamansömu ádeilu Einars mætti auðveldlega heimfæra upp á af-
stöðu margra gagnrýnenda til aðlagana hvort sem þeir eru bókmennta-
merrn eða ktdkm^mdarýnendur, þth að furðulega margir eni enn á þeim
skoðun að sálin hverfi úr bókum við það eitt að kvikmynda þær, að kvik-
myndir gerðar eftir skáldsögum séu andlaus viðrini sem beri að forðast í
lengstu lög. Svo trúa því auðvitað margir að ladkmtmdin muni hreinlega
ganga af bókinni dauðri áður en langt um líður.
Af þessum sökum er kannski lítil furða þótt handritshöfundar hafi
margir fengið sig fullsadda á þeirri skoðun að vænlegast sé að byrgja
sagnabrunninn áður en aðlagandinn dettur í hann, að upplifun bókar-
innar megi ekki eyðileggja með þth að kvikmynda hana. Shkar hug-
m}mdir um vensl bókmennta og kvikmynda hafa alltof lengi hamlað
mönnum sýn og meinað þeim að taka af festu á því flókna ferh sem ein-
kennir jafnvel einföldustu aðlaganir.
Margt verður manni því tdl mæðu þegar greina á kvdkmyndir sem
gerðar eru eftir bókmenntatexta og á margan hátt endurspeglast erfið-
leikar greinandans í erfiðleikum aðlögunarinnar. Aðlögunaríræði má
með nokkurri einföldun kalla samanburðargreiningu ólíkra miðla, enda
hefur bandaríski handritagerðarkennarinn Syd Field kallað aðlögun
hæfileikann til að láta hluti passa með því að „breyta byggingu þeirra,
hlutverki og formi“ í þeim tilgangi að fella þá betur að nýjum miðli.3
II
Áður en lengra er haldið er rétt að geta nokkurra þeirra þátta sem
greina ritað mál frá myndmiðlum og í þrengri skilningi, skáldsögur frá
kvdkmyndum. I skáldsögum lætur jafnan vel að lýsa irmra lífi söguper-
sóna, hugrenningum þeirra, löngunum og þrám. Sagan mótast af við-
horfum söguhöfundar og er sögð frá sjónarhorni sögumanns sem hefur
ákvæðna sýn á tilveruna sem svo hefur áhrif á textann og afstöðu lesenda
til persóna og atburða sögunnar. Þessu er ólíkt farið í kvikmyndahand-
riti þar sem sagan er sögð með myndum sem settar eru í dramatískt
2 Sama.
3 Syd Field 1984 bls. 204.
78