Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 87

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 87
Farandskuggar á tjaldi upphaf, miðju og endi, þar sem atburðakeðja sem lýtur ákveðnu orsaka- samhengi myndar afmarkaða heild. Um þetta segir Aristóteles: Saga þarf ekki að vera heild, eins og margir álíta, þótt hún sé um einhvern einstakan mann, því mörg og óteljandi atvik geta hent einn mann, án þess að sum þeirra falli í nokkra heild. Þannig eru og athafnir eins marms margar, en engin samfelld atburðakeðja verður úr þeim öllum. [...] Eins og í öðrum list- greinum, verður því ein efrirlíking að fjalla um eitt efni, og á sama hátt verður saga, úr því að hún er eftirlíking athafna, að líkja efrir athöfnum, sem mynda einingu og heild, og hinum einstöku hlutum þarf að skipa þannig niður, að sé einn hlutinn færður til eða honum kippt burt, þá brenglist og raskist heild- in. Ef nærvera eða fjarvera einhvers hluta gerir hvorki til né frá, er hann ekki þáttur í heildinni.19 Þessi greining Aristótelesar á frásagnareiningu leikverks er fullgild í flestum nútímakvikmyndum, en þriggja þátta uppbygging kvikmynda- handrita er svo til ófrávíkjanleg regla í hefðbundinni kvikmyndalist. Samkvæmt þessari reglu myndar atburðarásin dramatíska einingu sem skipta má í kynningu, flækju og lausn, þar sem eitt á óhjákvæmilega að leiða af öðru eins og bandaríski handritsgerðarkennarinn Syd Field bendir á í einu af ritum sínum um handritagerð.20 Þessir þrír þættir skiptast þannig niðun að kynningin og lausnin eru venjulega hvor um sig fjórðungur af heildarlengd kvikmyndarinnar, en flækjan um helmingur. Strangar reglur handritsgerðarfræðinganna minna í mörgu á nýklass- ískar kenningar um leikhús. Voltaire tæki undir sitthvað í hugmyndum Syds Field um samfellu atburðarásarinnar, þar sem sérhverju atriði og samtali er ætlað að leysa eða flækja fléttuna.21 Samkvæmt Field tekur frá- sögn kvikmynda nýja meginstefnu undir lok fyrsta og annars þáttar. Fyrri hvörfin má finna þar sem kynningu lýkur og flækja hefst, þau síð- ari verða við lok flækju og upphaf lausnar.22 Kröfunni um þéttriðna frá- sögn fylgja hugmyndir um listrænt orsakasamhengi, því að sérhver frá- sagnarliður í kynningu gefur fýrirheit um það sem á efrir fýlgir. Þeir eru 19 Aristóteles 1976 bls. 58-59. 20 Sjá t.d. Syd Field 1984 bls. 29 og 35. 21 Sjá t.d. Eric Bentley 1979 bls. 21. 22 Field kallar hvörfin „plot points“. Syd Field 1984 bls. 34-35. Þetta er í anda þess sem Aristóteles segir, sbr. Aristóteles 1976 bls. 62. 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.