Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 89
Faraiidsknggar á tjaldi
Tafla 2: Uppbygging kvikrnyndarinnar Engla alheimsins
1. þáttur Sambandið við Dagnýju. 2. þáttur Saga geðveikinnar. Dvöl á sjúkrahúsi, batatíinabil og ný veikindi. Sögur af vistmönnum. 3. þáttur Páll flytur í öryrkjablokkina. Dauði, upprisa.
X Kynning (1/5; 20 mín.) Fyrri hvörf eru þegar hann gengur á vatni. Tímabil geð\reiki tekur við. X Flækja (3/5; 60 mín.) Seinni hvörfin koma eftir ferðina á Hótel Sögu. Endalok Klepps- dvalar, dauði Rögnvalds. Lausn (1/5; 20 mín.)
ins, þeim Pétri, Óla bítli og Viktori, geðlæknum og gæslufólki. Þessu
tímabili lýkur effir ferð vistmaananna á Grillið á Hótel Sögu, en segja
má að seinni hvörf kvikmyndarinnar markist af sjálfsmorði Rögnvalds.
Það jafnvægi sem kemst á frásögnina í hlutanum um hæhsdvölina er nú
rofið, en síðasti hlutinn fjallar um erfiðleika Páls sem gengur illa að fóta
sig í samfélaginu á nýjan leik. Hann flytur í öryrkjablokkina og er ein-
angraðri en nokkru sinni fyrr. Kvikmyndinni lýkur með dauða hans og
upprisu. (sjá Töflu 2)
Uppbygging Engla alheimsins fellur ekki nákvæmlega að þeirri kór-
réttu 1/4—1/2—1/4 skiptingu sem handritsgerðarfræðingarnir boða. Ein-
ar gefur sjúkdómssögu Páls og vistinni á geðsjúkrahúsinu meira drama-
tískt rými (hún er alls 3/5 af lengd myndarinnar) og segja má að af þeim
sökum verði samband Páls og Dagnýjar og svo dvöl Páls í öryrkjablokk-
inni veigaminni en ella í þeirri sögu sem kvikmyndin segir (aðeins 1/5 og
1/5). Þetta er að mínu mati skynsamleg ákvörðun hjá Einari Má því að
líf Páls effir útskrifdna á Kleppi má afgreiða hratt án þess að það komi
að sök. Kaflinn sem lýsir sambandi hans við Dagnýju er auk þess veikasti
hluti myndarinnar og því er mikilsvert að á hann sé ekki lögð meiri
áhersla, þrátt fyrir að þar megi einnig finna eftirminnilegar senur.
I skáldsögunni er erfitt að rekja geðveiki Páls til nokkurs eins atburð-
ar. Sturlun hans má sjá sem afleiðingu af ástarsorg og hvernig hann verð-
ur smám saman utanveltu í samfélaginu.25 Henni má einnig finna stað í
2S Eg hef gert stöðu Dagnýjar í sögunni skil áður. Sjá Guðni Elísson 1997 bls. 192-
194.
87