Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 90
Guðni Elísson
sögulegri nauðhyggju verksins sem þó er alltaf margræð og írómsk.
Heimurimi er geðklofa eins og Páll og skáldsagan varpar ljósi á það póst-
móderníska geðklofaástand sem sögupersónan er hugsanlega hluti af. I
ktdkmyndinni á Einar Már erfiðara um vik vegna þess að áhorfendur
leitast við að setja ffásögnina í orsakasamhengi þar sem flækja myndar-
imiar sprettur af k\mningunni. Af einingu atburðarásarinnar mættd þtd
ætla að geðsýki Páls sé afleiðing af vonbrigðum í ástamálum eins og einn
af gagnrýnendum kvikmyndarinnar benti á:
í upphafi myndarinnar k\mnumst \dð „heilbrigðum“ Páli, við-
kvæmum ungum manni sem leikur á trommusettið sitt í her-
berginu heima hjá sér, er ástfanginn af stúlku sem er úr efri
stéttum þjóðfélagsins og sem vinur hans segir að eigi efrir að
kasta honum frá sér. Þegar það reynist rétt fer fftrst að bera á
geðveiki Páls. Þessi hluti myndarinnar er veikastmr. Miðað við
það sem á eftir kemur er einföldunin of mikil, manni er gefið
í skyn að geðveikin spretti af ástarsorg.26
Slíkur lestur er nánast óhjákvæmilegur sé lesið út frá nauðhyggju hinn-
ar dramatísku byggingar. Einar Már áttar sig á þessari hættu en í viðtali
daginn fýrir frumsýningu myndarinnar hélt hann því fram að þegar
sögulegur bakgrunnur skáldsagnapersónunnar félli í burtu, væri til dæm-
is hætta á að „ástarsambandið í sögunni [fari] að vega of þungt og svo
framvegis“.27
Ymsir gæm eflaust talið seinni hvörf m\mdarinnar nokkuð \dfirdrifin,
en sjálfsvíg Péturs leiðir til ferðarinnar á Grillið og síðan að sjálfsvígi
Rögnvalds sem kemur strax í kjölfarið. Segja má að dauði beggja búi
áhorfandann undir sjálfsvíg Páls við sögulok. Þrjú sjálfsvíg á tæpum hálf-
tíma orka kannski tvímælis en það hefur löngum verið mín skoðun að
eitt af afrekum skáldsögunnar liggi í því hversu vel Einar Már kemst ffá
þessari melódramatísku frásagnarfléttu, sem sýnir glögglega tengsl hans
við söguhefð nítjándu aldar.28 Sú nauðhyggja sem gjarnan er byggð inn
26 Hilmar Karlsson 2000 bls. 16.
27 Ámi Þórarinsson 1999 bls. B 29.
28 Greining á melódramanskum einkennum sögunnar verður að bíða betri tíma, en
hér skal tekið fram að ég nota orðið ekki í þeim niðrandi nútímaskilningi sem gjarn-
an er lagður í orðið. Skilningur manna á hugtakinu hefur d\d>kað verulega á síðustu
árum, en sem dæmi má nefha bók Peters Brooks, The Melodramatic Imagination.
Brooks segir melódrama meðal annars vera form „upphafinnar tilfinningasemi og
88