Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Side 92

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Side 92
Guðni Elísson IV Um leið og Einar Már sér sig tilneyddan til að skera niður eíni bókar sinnar í k\ákmyndahandritinu, endurskilgreinir hann }rri tíma skáldsög- unnar, en lífshlaup Páls endurspeglar sögu íslensku þjóðarinnar. Páll er fæddur 30. mars 1949, daginn sem Island gengur í Nató og lífi hans lýkur rúmum 40 árum síðar um það leyti sem Berlínarmúrinn fellur.33 Páll er handjárnaður við sögu eigin þjóðar, líkt og Saleem Sinai í hinni miklu skáldsögu Salmans Rushdie, Miðnæturbörn, en Saleem er fæddur á miðnætti 15. ágúst 1947, á sjálfstæðisdegi Indlands. Fyrir þær sakir seg- ir hann líf sitt samtvinnað örlögum þjóðar sinnar. Eins og Saleern finn- ur Páll sig knúinn til að segja sögu sína vegna þess að hann er bókstaf- lega og í yfirfærðri merkingu orðsins að hruni kominn (sjá t.d. 15-16, 17, 23, 55, 104, 144, 201, 224) líkt og Nató og heimurinn allur: „Til að halda ranghugmtmdum geðsjúklinga í skefjum fá þeir lyf, háskammtalyf gegn sturlunareinkennum, sem hafa mikla próteinbindingu og sterk áhrif á boðkerfið til heilans, en þjóðfélögin verja sig með vopnum til að brjálæðið verði ekki algjört“ (23).34 I bókinni lýsir Páll sér sem fórnar- lambi þeirra heimsviðburða sem hann telur sig órjúfanlegan hluta af og hami gefur lífi sínu merkingu með tengingu \úð þessa atburði. A sama tíma liggja raunverulegar rætur hans í annarri og persónulegri sögu upp- vaxtaráranna og erfiðra veikinda. Söguleg skírskotun upphafskaflanna víkur smám saman íyrir ýtarlegri hverfissögu æskuáranna, hún fýrir sárs- aukafullri einangrun hins sturlaða og í síðustu köflunum ríkir þögnin ein (t.d. 206, 210-211, 223). Ytra tíma myndarinnar er erfitt að fullyrða mikið um, en hann spann- ar þó í mesta lagi fáein ár. I kvikmynd sem er rúmur einn og hálfur tími er hætt við að saga Páls yrði of brotakennd ef hún hæfist strax í barnæsku og því þarf að stytta tíma atburðarásarinnar. Við þennan niðurskurð tap- ar ævi Páls hinni víðu skírskotun sem hún hafði í skáldsögunni. Vægi sögulegrar framvindu bókarinnar víkur nú fýrir óræðum tíma því erfitt er að sjá hvenær atburðir kvikmyndarinnar eiga að gerast. Höfundar kvikmyndarinnar leituðust við að má burt allan sögulegan bakgrunn þó svo að Páll vísi í samræðum í fæðingardag sinn og finna 33 EinarMár Guðmundsson 1993 bls. 15-16. 34 Páll kvikmyndarinnar er látínn segja þessa setningu við Bi-jmjólf geðlækni, en þar er það fyrst og ffemst staðfesting á geðklofaástandi. I sögunni verða ranghugmyndirn- ar hlutí af því töfraraunsæi sem sögumaður spinnur í lýsingum sínum á tilverunni. 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.