Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Side 92
Guðni Elísson
IV
Um leið og Einar Már sér sig tilneyddan til að skera niður eíni bókar
sinnar í k\ákmyndahandritinu, endurskilgreinir hann }rri tíma skáldsög-
unnar, en lífshlaup Páls endurspeglar sögu íslensku þjóðarinnar. Páll er
fæddur 30. mars 1949, daginn sem Island gengur í Nató og lífi hans
lýkur rúmum 40 árum síðar um það leyti sem Berlínarmúrinn fellur.33
Páll er handjárnaður við sögu eigin þjóðar, líkt og Saleem Sinai í hinni
miklu skáldsögu Salmans Rushdie, Miðnæturbörn, en Saleem er fæddur á
miðnætti 15. ágúst 1947, á sjálfstæðisdegi Indlands. Fyrir þær sakir seg-
ir hann líf sitt samtvinnað örlögum þjóðar sinnar. Eins og Saleern finn-
ur Páll sig knúinn til að segja sögu sína vegna þess að hann er bókstaf-
lega og í yfirfærðri merkingu orðsins að hruni kominn (sjá t.d. 15-16,
17, 23, 55, 104, 144, 201, 224) líkt og Nató og heimurinn allur: „Til að
halda ranghugmtmdum geðsjúklinga í skefjum fá þeir lyf, háskammtalyf
gegn sturlunareinkennum, sem hafa mikla próteinbindingu og sterk
áhrif á boðkerfið til heilans, en þjóðfélögin verja sig með vopnum til að
brjálæðið verði ekki algjört“ (23).34 I bókinni lýsir Páll sér sem fórnar-
lambi þeirra heimsviðburða sem hann telur sig órjúfanlegan hluta af og
hami gefur lífi sínu merkingu með tengingu \úð þessa atburði. A sama
tíma liggja raunverulegar rætur hans í annarri og persónulegri sögu upp-
vaxtaráranna og erfiðra veikinda. Söguleg skírskotun upphafskaflanna
víkur smám saman íyrir ýtarlegri hverfissögu æskuáranna, hún fýrir sárs-
aukafullri einangrun hins sturlaða og í síðustu köflunum ríkir þögnin ein
(t.d. 206, 210-211, 223).
Ytra tíma myndarinnar er erfitt að fullyrða mikið um, en hann spann-
ar þó í mesta lagi fáein ár. I kvikmynd sem er rúmur einn og hálfur tími
er hætt við að saga Páls yrði of brotakennd ef hún hæfist strax í barnæsku
og því þarf að stytta tíma atburðarásarinnar. Við þennan niðurskurð tap-
ar ævi Páls hinni víðu skírskotun sem hún hafði í skáldsögunni. Vægi
sögulegrar framvindu bókarinnar víkur nú fýrir óræðum tíma því erfitt
er að sjá hvenær atburðir kvikmyndarinnar eiga að gerast.
Höfundar kvikmyndarinnar leituðust við að má burt allan sögulegan
bakgrunn þó svo að Páll vísi í samræðum í fæðingardag sinn og finna
33 EinarMár Guðmundsson 1993 bls. 15-16.
34 Páll kvikmyndarinnar er látínn segja þessa setningu við Bi-jmjólf geðlækni, en þar er
það fyrst og ffemst staðfesting á geðklofaástandi. I sögunni verða ranghugmyndirn-
ar hlutí af því töfraraunsæi sem sögumaður spinnur í lýsingum sínum á tilverunni.
90