Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 95
Farandskuggar á tjaldi
ar í skáldsögunni. Kvikmyndin er oft fyndin en ólíkt bókinni verður hún
fyrst og fremst skilin sem harmleikur.
Wimsatt og Brooks hafa sett fram forvitnilega töflu um andstæð svið
hins harmræna og kómíska, en taflan dregur fram klassíska aðgreiningu
einstaklings og samfélags með hliðsjón af kenningum Aristótelesar.40
HARMLEIKUR
Hið undursamlega
Imyndruiarafl
Siðgæði
Einstakiingur
Ofgar (kristni)
Tákn
Dauði
Gott og illt
Fallegi leikarinn
Listamaðurinn sem úrhrak
Ófarir
Einræða
Ofurmenni
Aðalsmaður
Þversagnir
GAMANLEIKUR
Hið líklega
Rökhugsun
Mannasiðir
Samfélag
Meðalvegur (Aristóteles)
Hugtök
Pólitík, kynh'f
Aðlögun eða útilokun
Ljóti leikarinn
Háttvísi listamaðurinn
Velgengni
Sviðsmuldur
Ómenni (dýr, vél)
Borgarastétt
Andstæður
Margröddun skáldsögunnar næst fram með því að flétta saman merking-
arsvið sem voru lengst af aðgreind í bókmenntum. Þrátt fyrir að listi
Wimsatt og Brooks sé langt í frá tæmandi er forvitnilegt að beita hon-
um á báðar útgáfur Engla alheimsins.
I skáldsögunni ber Páll sig stöðugt saman við samfélagið sem hann er
einangraður hluti af. Veruleikahugmyndir geðsjúklingsins eru sífellt
mældar út frá sannleikssýn ríkjandi samfélagsafla, en um leið reynist les-
endum sífellt erfiðara að greina á milli heilbrigðrar skynsemi og rökvísi
brjálseminnar (sjá t.d. bls. 10).41 Að sama skapi eru siðgæði og manna-
siðir, ofurmenni og ómenni, aðall og borgarastétt allt andstæður sem
Einar Már teflir saman í skáldsögunni, en um leið sýnir hann fram á
þversagnirnar í aðgreiningunni með leiftrandi íróníu. Vistmennirnir á
40 Sjá William K. Wimsatt, Jr. og Cleanth Brooks 1970 bls. 51. Wimsatt og Brooks
sækja hugmyndir sínar um andstæður hins harmræna og kómíska í bók Alberts
Cook The Dark Voyage and the Golden Mean, A Philosophy of Comedy (1949), en taflan
sem slík er þeirra.
41 Ég fjalla um þessa aðgreiningu í Guðni Elísson 1997 bls. 178-187.
93