Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Síða 97
Farandskuggar á tjaldi
atriði myndarinnar má setja í táknrænt samhengi, en hér nægir að nefha
eitt af þeim augljósari, en í því má sjá Pál að störfum í netavinnustofu, hálf
hulinn að baki möskvanna, fangaður í því neti sem hann riðar.
Skýrasta dæmið um hversu aðgreindir heimarnir tveir eru í kvikmynd-
inni er ferð Páls, Ola og Viktors á Grillið, en hana má einnig sjá sem ferð
frá hinu harmræna yfir í gamanleikinn. Þetta er eina atriði myndarinnar
þar sem við sjáum sjúklingana í beinum samskiptum við borgarastéttina
og hluti af gríninu felst í því að fylgjast með utangarðsmönnum í marrna-
siðaleik.44 Tengingin við umheiminn í þessu atriði er svo sterk að lög-
reglan gantast meira segja við þá í bílnum á leiðinni upp á spítala eftir að
þeir hafa verið handteknir, en slíkt gerir hún ekki annars staðar í mynd-
inni.45 Segja má að samfélagsleg útdlokun Páls í lokahluta myndarinnar
verði enn áþreifanlegri eftir þetta atriði.
Einar Már gaf síðari hluta sögu sinnar naínið „Farandskuggar“ og
þetta er sá hluti bókarinnar sem er fyrst og fremst færður inn í handrit-
ið að kvikmynd Friðriks Þórs. Þegar fer að örla á ósætti milli Dagnýjar
og Páls strax í upphafi myndarinnar sjáum við fyrstu merki þeirrar geð-
veiki sem brýst fram óbeisluð kvöldið sem Páll gengur á vatni Tjarnar-
innar. Dagný fyrirverður sig fyrir lágt ætterni Páls og í næsta atriði sjá-
um við hann rása fram og aftur í herberginu sínu líkastan dýri í búri. I
bakgrunni heyrum við leikara flytja texta á ensku úr leikriti Shakespeares
Makbeð, og líklega eru hér komnar þær hljómplötur sem Vdktor hlustar
á í skáldsögunni (183-184):
Sljór farandskuggi er lífið, leikari
sem ffemur kæki á fjölunum um stund
og þegir uppfrá því, stutt lygasaga
þulin af vitfirringi, haldlaust geip,
óráð, sem merkir ekkert.46
„Við erum engir andskotans menn!“ (189) segir Viktor í sögunni og lík-
ir félögum sínum ffemur við farandskugga. Líf geðsjúklingsins er líkast
44 í bæjarferðinni á undan sá gæslumaðurinn til að mynda um öll samskipti við borg-
arana. Þá bíða Pétur og Páll úti á tröppum Aðalbyggingar Háskóla Islands á meðan
gæslumaðurinn spyrst fyrir um „doktorsritgerð“ Péturs.
45 í annarri senu býður Páll einum lögregluþjóninum til Ameríku með sér og segir að
hann megi halda á útvarpinu sínu, en lögregluþjónninn gefur ekkert út á það.
46 William Shakespeare 1984 bls. 430.
95