Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 101
Dudley Andrew
Aðlögun1
Uppsprettiir kvikmynda
Orðræða um aðlögun er þrengsta og svæðisbundnasta svið kvikmynda-
fræða og fer gjaman út um víðan völl. Helsta einkenni aðlögunar er til-
raun til að samræma táknkerfi kvikmyndanna við það sem náðst hefur í
öðm kerfi, en sýna má fram á að shkar tilraunir einkenni allar frásagn-
arkvikmyndir.
Við skulum byrja á því að taka kvikmyndina Ferð í sveitina [Une part-
ie de campagne] sem dæmi. Með henni lagði Jean Renoir fram þekkingu
sína, leikarahóp og hstræna hæfileika í þágu þessarar sögu eftir Guy de
Maupassant. Hvemig svo sem við metum ferfið eða árangur kvikmynd-
arinnar er „vera“ hennar að einhverju leyti komin undir þessari sögu sem
var innblástur hennar og jafnvel mæhkvarði. Sagan sjálf, „Sveitaferð“,
stendur í \firskihádegum tengslum við sérhverja kvikmynd sem aðlagar
hana, því hún er sjálf listrænt tákn með fyrirframgefnu móti og gildi, ef
ekki endanlegri merkingu. Nýtt fistrænt tákn mun því bera í sér þetta
upprunalega tákn, annað hvort sem tákn- eða merkmgarmið. Aðlaganir
sem lýsa yfír tryggð við fyrirmjmdina hafa hana að táknmiði en þær sem
era sprottnar úr eða leiddar af eldri texta hafa upprunalega verkið að
merkingarmiði.
Sú hugmynd að kerfi kvikmyndarinnar heyri undir yfirskilvitiega
skipan gengur miklu lengra en sú afrnarkaða aðlögun sem hér er rædd.2
1 [Þýð.: Hér er þýddur 6. kafli í bók Andrews, Hugtök íkvikmyndafrœðum [Concepts in
Film Theory], Oxford Universitv Press: Oxford og \iðar, 1984.
Þessa hugm\nd á ég að þakka ritgerð eftir Dönu Benelli í námskeiði \ið Háskólann
í Iowa haustið 1979.
99