Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Síða 103

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Síða 103
Aðlögun draga fram þessi tengsl með því að lýsa sér sem útgáfu af einhverri staðl- aðri heild. Stöðluð heild getur aðeins verið texti. Tiltekin útgáfa af hon- um er aðlögun í þrengri skilningi þess orðs. Þótt þessar hugleiðingar kunni að hvetja menn til þess að skilja aðlög- tm allt of víðum skilningi er engum blöðum um það að fletta, að með þrengra sjónarhorninu á aðlögun úr þekktum textum í öðrum hstgrein- um býðst prýðilegur staður til hefja greiningu. Eg segi ekki að slíkir text- ar séu sjálfir í öndvegi. Athugasemdir mínar hér að framan ganga reynd- ar í þveröfuga átt. Kvikmyndatextinn er skýrt og augljóslega tengdur þeim vel byggða frumtexta sem hann er sprottinn af og reynir á vissan hátt að endurskapa. Þessi tengsl skapa greinandanum engu að síður skýrar og gagnlegar „rannsóknarstofu-aðstæður“ sem ekki skyldi van- meta. Að gera kvikmynd efdr eldri texta er nánast jafn gamalt sjálfri kvik- myndatækninni. Ríflega helmingur allra sölumynda á rætur í bók- menntaverkum - þótt ekki séu öll þessi frumverk dáð eða mikils metin. Ef við takmörkum okkur við þær myndir þar sem áhersla er lögð á að- lögunarferlið, þ.e. þar sem frumverkinu er haldið frarn sem verðugri fyr- irmynd eða markmiði, geta tengsl kvikmyndar og texta engu að síður verið með ýmsu móti. Við getum til hægðarauka fækkað þessum mögu- leikum niður í þrjá: Lántökur, skörun og tryggð í umbreytingunni. Lántaka, skörun og umbreyting frumverksins í listasögunni er „lán“ örugglega algengasta form aðlögunar. Hér notar listamaðurinn að meira eða minna leyti efni, hugmyndir eða form eldri og iðulega viðurkennds texta. Málverk miðalda sem sýndu helgimyndir úr biblíunni og helgileikir efrir sögum úr biblíunni sóttu til óvenjulegs texta og tóku að láni mátt hans. Síðar, á öllu veraldlegri tímum, mátti á sama hátt nota listaverk fyrri kynslóða sem helga texta. Hinar mörgu gerðir aðlagana á verkum Shakespeares koma í hugann. I þessum tilvik- um vonast menn án efa til að finna áhorfendur að aðlöguninni í krafti þeirrar virðingar sem lánaða efnið nýtur. En jafnframt er leitast við að öðlast vissa Hrðingu og jafnvel listrænt gildi fyrir tilstuðlan þessarar yf- irfærslu. Aðlaganir bókmennta að tónlist, óperu eða myndlist eru af þessari tegund. Það leikur enginn vafi á endurgerð frumverksins í Don Quixote eftir Strauss. Þ\rert á móti er áheyrandanum ætlað að njóta IOI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.