Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 115
Brian McFarlane
Frá skáldsögn til kvikmyndar
Kenningar um aðlaganir1
Ollum sem sjá kvikmynd byggða á skáldsögu finnst sjálfsagt að tjá sig um
eðli og gæði aðlögunarinnar, með slúðri, lærðum athugasemdum og öllu
þar á milli. Ahuginn á aðlögunum er með öðrum orðum síður en svo
fágaður, ólíkt því sem á við um mörg önnur svið kvikmyndafræða. Þessi
áhugi er ennfremur einkar flöktandi, allt frá þeim sem segja að óheflað-
ir kvikmyndagerðarmenn hafi „svikið“ skáldsögurnar til þeirra sem telja
það hreina tímasóun að bera saman kvikmynd og skáldsögu.
Allt frá því kvikmyndin tók að byggja miðlun sína umfram allt á frá-
sögn hafa kvikmyndagerðarmenn nýtt sér bókmenntir sem uppsprettu,
einkum skáldsögur sem menningarlegt orð fer af. I ljósi þessarar stað-
reyndar sem og langrar hefðar fyrir umræðum um innra eðli þess sam-
bands sem rfkir milli kvikmynda og bókmennta, vekur það furðu hve
ómarkvissar og stopular rannsóknir á aðlögunarferlinu hafa verið. Þetta
er enn furðulegra þegar þess er gætt að ýmsar spurningar varðandi að-
lögun hafa dregið að sér fræðilega athygfi í meira en sex áratugi sem ekki
verður sagt um flestar aðrar spurningar um kvikmyndir. Viðfangsefiiið
hefur heillað fræðimenn sem fást við vítt rannsóknasvið: Gagnrýnendur
í dagblöðum og tímaritum leggja nær undantekningarlaust fram saman-
burð á kvikmynd og bókinni sem er kveikja hermar; í ólíkustu ritum, allt
frá aðdáendablöðum til fræðilegra bóka af ýmsu tagi, má finna hugleið-
1 [Þýð.: Hér er þýddur formáli Brians McFarlane að samnefndri bók hans, From Novel
to Film. An Introduction to the Theory ofAdaptation. Clarendon Press: Oxford, 1996.]