Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Qupperneq 116
Briajsí McFarlane
ingar um margvíslegar aðlaganir; alvarleg verk og létmæg, flókin og ein-
föld, gömul og ný glíma þannig við ýmsar hliðar þessa fýrirbæris sem er
jafh gamalt kvikmyndinni sem slíkri.
I vangaveltum mínum um þessi mál langar mig að beina athyglinni
fyrst að nokkrum þeirra atriða sem koma aftur og aftur fýrir í umræðu
tun tengsl kvikmynda og skáldsagna.
BAKSVIÐIÐ
Conrad, Griffith og „að sjá“
Þeir sem fjalla um máhð opinberlega vima gjarnan í fræga lýsingu Jos-
ephs Conrads á því hvað hann ætlar sér í skáldsögum símrm: „Eg sækist
eftir því í verki mínu að hið ritaða orð fái ykkur til að heyra, finna til -
fái ykkur umfram allt til að sjá“.2 Þessi orð voru sögð 1897 og hvort sem
það er meðvitað eða ekki má heyra enduróm þeirra sextán árum síðar hjá
D.W. Griffith. Að sögn var ætlunarverk hans í kvikmyndum þetta: „Eg
sækist umfram allt efdr því í verki mínu að fá ykkur til að sjá.“3 Fra skáld-
sögu til kvikmyndar (1957) eftir George Bluestone hlýtur að teljast
brautryðjandaverk í rannsóknum á bókmenntum og kvikmjmdum en í
upphafi kaflans „Tvær leiðir til að sjá“ [The Two Ways of Seeing], dreg-
ur hann athyglina að líkindunum milli lýsinganna. Þar heldur hann eft-
irfarandi fram „á milh skynjunar hinnar sjónrænu myndar og hugsunar
um innri myndina hggur grundvallarmunur þessara tveggja miðla.“4
Þannig viðurkenndi hann að það „að sjá“ stæði í beinu sambandi við
beitingu hans á orðinu „mynd“. Um leið bendir hann á grundvallarmun
á því hvernig myndir eru framleiddar í þessum tveimur miðlum og þ\ í
hvernig viðtökum þeirra er háttað. Að lokum kveður hann þó „nær
ómögulegt að greina þær hugrænu myndir sem talað mál vekur upp frá
þeim sem vakna af öðrum hvötum“5 og að þessu leyti er hann á sömu
2 Joseph Conrad, formáli að Negiinn á ‘Narcissusi’ [Tbe Nigger cfNarcissus], JJM. Dent
and Sons: London, 1945, s. 5.
3 Vitnað efrir Lewis Jacobs, Uppgangur bandartskrar kvikmyndagerSar [The Rise ofthe
American Film\, Harcourt, Brace: New York, 1939, 119.
4 George Bluestone, Frá skáldsögu til kvikmyndar [Novels into Films], University of
Califomia Press: Berkeley og Los Angeles, 1957, s. I.
Sami, s. 47.
II4
5