Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 117
Frá skáldsögii til kvikmyndar
skoðun og margir aðrir höfundar sem er annt um að koma á sambandi
milli miðlanna tveggja.
Með þessu á ég við skrif sem takast á við þær gagngeru breytingar sem
urðu á (aðallega ensku) skáldsögunni undir lok nítjándu aldar; breyting-
ar sem leiddu til aukinnar áherslu á að sýna fremur en segja frá en þær
drógu mjög úr beinum inngripum höfunda. Tvær af áhrifaríkustu um-
sögnunum í þessa veru sem báðar huga að því samspili sem þá átti sér
stað milh óKkra hstsviða, einkum milli bókmennta og kvikmynda, er að
finna hjá Alan Spiegel í Skáldskapur og auga kvikinyndavélannnad' og
Keith Cohen í Kvikmyndir og skáldskapur.7 Yfirlýstur tilgangur Spiegels
er að rannsaka „þann sameiginlega sjóð hugsana og tilfinninga sem sam-
einar kvikmyndaformið og skáldsögu nútímans".8 Spiegel beinir í upp-
hafi augum að Flaubert, en hann telur verk hans fýrstu markverðu efrir-
dæmi á nítjándu öld um „hlutkennt form“, form sem byggir á því að láta
í té miklar sjómænar upplýsingar. Athugun hans leiðir hann til James
Joyce sem eins og Flaubert virðir „heildstæðni hins sjómæna viðfangs og
... veitir því áþreifanlega birtingarmynd sem er aðskilin frá nærveru þess
sem horfir“.9 Hann ræðir einnig um Henry James sem reynir „að leggja
jafria áherslu á það sem horft er á, þá sem horfir og það sem áhorfand-
inn gerir úr því sem hún [þ.e. Maisie í Það sem Maisie vissi [Wbat Maisie
Kneiv]] sér“,10 en kemm einnig inn á samanbmðinn á Conrad og Griff-
ith. Spiegel gengm lengra en Bluestone í þessum samanburði og leggur
áherslu á að þótt báðir hafi e.t.v. haft sama markmið - samsvörun mynd-
ar og hugsunar - hafi þeir stefrit að því hvor úr sinni átt. Griffith hafi
notað myndir sínar til að segja sögu sem leið að skilningi en Conrad
(segir Spiegel) hafi viljað að tungumál sitt og frásagnarhugsun opnaði
lesandanmn þá ,,„sýn“ að í þessum þáttum og að baki þeim búi myndir
sem hin tæra og bjargfasta undirstaða14.11
Þessi áhersla á áþreifanleg yfirborð og atferli hluta og vera hefur með-
6 Alan Spiegel, Skáldskapur og auga kvikmyndavélarinnar: Sjónrœn vitund t kvikmyndum
og nútrmaskálds'ógunni [Fiction and tbe Camera Eye: Visual Consciousness in Film and tbe
Modem Novel], University Press of Vírginia: Charlottesville, 1976.
Keith Cohen, Kvikmyndir og skáldskapur: Samskiptavirknin [Film and Fiction: Tbe
Dynamics ofExchange\ Yale University Press: New Haven, 1979.
8 Spiegel, Skáldskapur og auga kvikmyndavélarinnar, s. xiii.
9 Sami, 63.
10 Sami, 55.
11 Sami, s. xi-xii.
n5