Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 125
Frá skáldsögii til kvikmyndar
sérstöku tdlfellum sem skoðuð eru hér á eftir og verður spumingin um
tryggð raunar tekin til sérstakrar meðferðar í athuguninni á Daisy Mill-
er en þar koma takmörk hennar skýrt fram, einkum frá sjónarhorni kvik-
myndaíramleiðandans.29
Onnnr mál yfirskyggð
Vegna kröfunnar um tryggð hefur annars konar og jafnvel betur föllnum
nálgunum á fyrirbærið aðlögun verið haldið í skefjum. Krafan sniðgeng-
ur þá hugmynd að aðlögun geti tengt saman listgreinar, en sKkt er
kannski eftirsóknarvert - og jafhvel óhjákvæmilegt - í auðugri menn-
ingu. Hún tekur ekki af alvöru á því að það sem hægt er að flytja úr
skáldsögu í kvikmynd geti verið annað en það sem kannski krefjist
vandasamari aðlögunar. Og hún ýtir til hhðar þeim þáttum framleiðsl-
unnar sem ekkert hafa með skáldsöguna að gera en gætu haft mikil áhrif
á kvihmyndina. Það kæmi sér örugglega betur að leiða hugann að þess-
um atriðum en fjölmörgum lýsingum á því hvemig kvikmyndir „ein-
falda“ miklar skáldsögur.
Nútímaleg fræðihugtök eins og teoctatengsl kalla á margbrotnari nálg-
un við aðlögunarferlið og er þá litið á upphaflegu skáldsöguna sem
„efnivið“. Christopher Orr segir um þetta: „I þessu fræðilega samhengi
[þ.e. samhengi textatengsla] er ekki aðalatriðið hvort aðlagaða kvik-
myndin sé trú efnivið sínum heldur hvemig val úr efiúviðnum og nálg-
unin við þennan efnivið þjónar hugmyndafræði kvikmyndarinnar“.30
Þegar MGM kvikmyndaði t.d. metsölubók James Hilton frá 1941, Upp-
skem af handahófi [Random Harvest}, árið eftir útkomu hermar var Eng-
land sýnt sem óbreytanlegt. Stafaði það ekki síður af andúð Hollywood
á einangrunarstefnu Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni en af við-
leitni til að finna efni Hiltons sjónrænt jafngildi. Kvikmyndinni er kom-
ið fyrir í víðu samhengi sem skapað er af hugmyndum Hollywood um
England, af orðspori MGM sem framleiddi metnaðarfullar aðlaganir
bókmenntaverka, af „glansstíl“ kvikmyndaversins, af frásagnareinkenn-
um rómantísks melódrama (t.d. Rebecca, 1940 og Þetta ofar öllu [This
Above All\, 1942), og af þeim ljóma sem stafar af nafni stjömunnar. Hin
vinsæla en satt að segja venjulega saga Hiltons er aðeins einn hður í
textatengslum myndarinnar.
29 [Þýð.: McFarlane fjallar um Daisy Miller í sérstökum kafla bókar þeirrar sem hér er
þýtt úr, Frá skáldsögn til kvikmyndar, en sá kafli liggur utan þessarar þýðingar.]
30 Sami st.
I23