Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 128
Brian McFarlane
Hann heldur áfram og íhugar „eftirspumina“ eftir leikinni kvikmynd í
ftillri lengd, „sem var aðeins ein af mörgum hugsanlegum greinum“’' en
hefur þó ríkt yfir allri kvikmjmdaframleiðslu. „Grunnformúlan hefur
ekkert breyst en hiin felst í því að búa til stóra samhangandi heild sem
segir sögu og er kölluð „kvikmynd“. „Að fara í bíó“ er að fara og sjá þess
háttar sögu.“38 Þótt kvikmyndin hefði getað fundið annað hlutverk sæk-
ir hún vald sitt og áhorfendafjölda í sagnalistina, eins og Metz bendir á.
Borgaraskapur hennar hélt henni óhjákvæmilega frá klækjabrögðum og
því að taka upp söngleikjaatriði eða axrnað slíkt, og hvatti hana þess í stað
til þeirrar lýsandi frásagnar sem náði hátindi sínum í klassískum skáld-
sögum nítjándu aldarinnar. Ef kvikmyndin óx ekki úr hinu síðara þá óx
hún að því; og það sem skáldsagan og kvikmyndin eiga hvað augsýnileg-
ast sameiginlegt er getan og tilhneigingin til að segja frá. Og frásögnin
er, á vissum stdgum, óneitanlega ekki aðeins meginþátturinn sem skáld-
sögur og kvikmyndir byggðar á þeim eiga í sameiningu heldur það helsta
sem hægt er að flytja á milli.
Ef við lýsum frásögn sem röð atburða í orsakasamhengi sem taka til
varanlegs hóps persóna sem móta og eru mótaðar af atburðarásinni, sjá-
um við í hendi okkar að slík lýsing getur jafht átt við hvort heldur frá-
sögnin birtist í bókmenntatexta eða kvikmyndatexta. Oánægjan sem loð-
ir við skrif um kvikmyndir sem aðlagaðar eru eftár skáldsögum virðist
samt sem áður að mestu spretta af hugmyndum um „rangfærslur“ upp-
haflegu frásagnarinnar. Orð eins og „rangfærslur", „afbökun“ og jafhvel
„nauðgun“ sveipa ferhð sjálft þykkum hjúpi hörmulegrar áreimi sem
sprettur kannski af brostnum vonum áhorfandans varðandi bæði persón-
ur og atburði. I slíkri óánægju birtist endurómur flókins misskilnings á
hlutværki frásagnar í þessum tveimur miðlum, á því í hverju grundvallar-
munur þeirra liggur, en einnig dómgreindarskortur um hvað hægt er að
flytja á milli og hvað ekki.
Svo ég byrji á síðasta atriðinu: Við verðum að greina á milli þess sem
er hægt að yfnfæra úr einum miðli til annars og þess sem umyrðalaust
krefst beinnar aðlögimar. Hér á eftir verður orðið „yfirfæra“ notað urn
það þegar greinilega er auðvelt að sýna vissa fhásagnarþætti skáldsögu í
kvikmynd, en hið algenga orð „aðlögun“ verður notað um það þegar
3' Sami staður.
38 Sami, s. 45.
I2Ó