Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Side 129
Frá skáldsögii til kvikmyndar
aðrir þættir skáldsögn krefjast allt öðruvísi jafngildis í kvikmyndamiðlin-
um, sé slíkra jafngilda leitað eða þau yfirleitt fyrir hendi.
Frásagnarliöir: Skáldsaga og kvikmynd
Samkvæmt skilgreiningu Rolands Barthes hafa frásagnarhðir þá náttúru
að vera „frækom sem þeir sá í ffásögnina og planta með því þáttum sem
munu bera ávöxt síðar - annað hvort á sama [frásagnar] stigi eða annars
staðar, á öðm stigi“.39 Barthes heldur síðan áfram og segir: „Frásögn
samanstendur aldrei af öðm en frásagnarliðum. Allir hlutar hennar bera
í sér merkmgu í mismiklum mæh.“ Hann greinir milh tveggja tegunda
frásagnarfiða, þ.e. margþættra og samþattandi, en þótt hann sé ekki að
ræða kvikmyndir í þessari umfjöllun hentar aðgreiningin vel til að greina
það sem hægt er að flytja (þ.e. frá skáldsögu til kvikmyndar) ffá því sem
aðeins verður aðlagað. Margþætta frásagnarhði kallar Barthes eiginlega
liði; samþættandi liði kallar hann vísa. Hinir fyrri eiga við um athafrhr og
atburðir; þeir em „láréttir“ í eðh sínu og dreifast línulega um allan text-
arm; þeir tengjast „aðgerðum"; þeir eiga við um þá virkni að gera. Vísar
gefa til kynna „ffemur óljóst hugtak sem er þó nauðsynlegt í merkingar-
heimi sögunnar.“40 Þetta hugtak nær til dæmis yfir sálfræðilegar
upplýsingar um persónur, staðreyndir sem varða einkenni þeirra, lýsing-
ar á umhverfi og myndir af stöðum. Vísar em „lóðréttir“ í eðh sínu og
hafa áhrif á hvemig við lesum ffásögn sem merkingarþrungna ff emur en
línulega; þeir vísa ekki til aðgerða heldur virkni þess að vera.
Langmikilvægustu gerðir yfirfærslu úr skáldsögu í kvikmynd er að
finna í flokki eiginlegra frásagnarliða þótt sumir þættir vísa sýnist einnig
(að hluta) yfirfæranlegir. Barthes skiptir liðunum áfram í undirflokka og
meðal þeirra em aðalliðir (eða kjamar) og hvatar. Frásögnin snýst um
kjama: Athafnimar sem þeir eiga við um verða tilefni nýrra valkosta í
framvindu atburðarásarinnar; þeir skapa „áhættusöm“ augnabhk í
frásögninni og það skiptir sköpum í frásagnarhættinum („ferlið sem ger-
ir lesandanum kleift að ... raða saman merkingu textans"41) að lesandinn
átti sig á að slíkir valkostir bjóðist í sögunni. Samtenging einstakra þátta
39 Roland Barthes, „Kynning á formgerðargreiningu ffásagna“ [Introduction to the
Structural Analysis of Narratives], 1966, í Mynd-tónlisrt-texti [Image-Music-Text\,
ensk þýð. Stephen Heath, Fontana/Collins: Glasgow, 1977, s. 89.
40 Sami, s. 92.
41 Orr, „Orðræða um aðlögun“, s. 73.
12?