Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Side 132
Brian McFarlane
þessarar bókar. Að sinni nægir að draga athygli að því hve misvel þessar
frásagnargerðir liggja fyrir kvikmyndinni.
Fyrstu-persónu frásögn
Það eru í raun aðeins lausleg líkindi milh þeirra tilrauna við fyrstu-per-
sónu frásagnir sem kvikmyndir bjóða upp á og fyrstu-persónu frásagnar
í skáldsögu þar sem frásögnin samanstendur af einstökum orðræðum
hverrar persónu en um þær lykur orðræða (yfirleitt í þátíð) sem er eign-
uð þekktum og nafngreindum sögumanni sem getur verið en er ekki
endilega virkur þátttakandi í atburðarás skáldsögunnar. Þessar tilraunir
kvikmyn darinnar eru venjulega tvenns konar.
(a) Huglæga kvikmyndin: Enn hefur ekki verið ráðist að nýju í huglæga
kvikmyn d á borð við Vífið í vatninu \The Lady in the Lake] (1946), a.m.k.
ekki af helstu kvikmyndaframleiðendum, og er ff emur litið á hana sem
forvitnilegt en mikilvægt ffamlag til kvikmyndagerðar. I sögum á hvíta
tjaldinu er oftar að sjá staðbundnari birtingarmyndir (t.d. sjónarhorns-
myndskeiðið eða runu myndskeiða) eins og í kvikmyndaútgáfu Alans
Bridges á nóvellu Rebeccu West, Endurkoma hermannsins [Tbe Retum
ofthe Soldier] (1962), þar sem fyrstu-persónu ffásögn frumgerðarinnar er
einfölduð svo mjög að mikill meirihluti sjónarhorns-myndskeiða lýsir
sýn sögumannsins. meirihluti“ jafngildir þó á engan hátt þeirri
viðvarandi sköpun, greiningu og stjórn sem vitund fyrstu-persónu sögu-
manns býr yfir. Thomas Elsaesser hefor ermffemur sagt: „Huglæg skynj-
un - það sem persónurnar sjálfar sjá og hvernig þær upplifa það - er sam-
þætt hlutlægri framsetningu þessara sérlegu sjónarhorna og því sem þær
tákna í sama frásagnarhluta og yfirstandandi atburðarás."48 Þótt það sé
bæði fljótlegra og sveigjanlegra að breyta raunverulegu sjónarhorni á at-
burði í kvikmynd er mun torveldara að setja fram samhangandi sálffæði-
legt sjónarhorn sem stjórnast af einni persónu.
(b) Töluðfrásögn eða sögurödd: Það úrræði að beita sögurödd, þ.e. að „tala
yfir“ frásögnina, kann að gegna mikilvægu fi-ásagnarhlutverki í kvik-
mynd (t.d. að styrkja þátíðarkenndina) en hún hlýtur óhjákvæmilega að
koma aðeins fram við og við andstætt fyrstu-persónu frásögn skáldsög-
mrnar sem helst út allt verkið. (Utvarpsdagar [Radio Days\ (1987) eftir
48 Thomas Elsaesser, „Kvikmyndin og skáldsagan: Raunveruleiki og raunsæi kvik-
myndanna“ [„Film and the Novel: Reality and Realism of the Cinema“], Twentieth
Century Studies, 9, sept. 1973, s. 61.
130