Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Side 134
Brian McFarlane
beinni ræðu persónanna. MacCabe býr síðan til hliðstæðu milli þessara
tveggja orðræðutegunda eins og þær birtast í skáldsögunni og kvik-
myndinni:
Frásagnarprósinn drottnar vegna þess að hann er í stöðu þekk-
ingar og þetta hlutverk þekkingar tekur kvikmyndin upp með
frásögn af atburðum. Þekking sú sem frásögnin veitir gerir
okkur kleift að kljúfa orðræður hinna ýmsu persóna frá að-
stæðum þeirra og bera það sem sagt er í þessum orðræðum
saman tdð það sem frásögnin sjálf afhjúpar. Tökuvélin sýnir
okkur það sem gerist - hún segir þann saimleika sem orðræð-
urnar eru bornar við.51
„Tökuvélin sýnir okkur það sem gerist...“ Datdd Bordwell hefur andæft
stigveldisröð orðræðna hjá MacCabe, enda telur hann slíkt leiða til of-
ureinföldunar jafnt á klassísku raunsæisskáldsögunni sem „margbreytileika
kvikmyndaðra frásagna“. Hann mótmæhr þá sérstaklega hvernig Mac-
Cabe „skipar starfi tökuvélarinnar ... ofar annarri tækni kvikmyndarinnar“,
og heldur því þvert á móti fram að „allur efiiiviðua ktdkmyndarinnar sé
hluti af frásögninni - ekki aðeins tökuvélin heldur einnig tal, látbragð, rit-
að mál, tónhst, litir, Ijósræn vinna, lýsing, búningar, jafrivel rými og hljóð
utan tjaldsins“.52 Það er ákveðin þrætugimi í orðum Bordwells því að
MacCabe notar „tökuvél", sýnist mér a.m.k., sem ávísun á allt það frásagn-
arlega efni sem tökuvélin getur sýnt eða gefið í skyn, það er að segja allt í
hsta Bordwells nema það sem á við hljóðrásina sem getur að sjálfsögðu
valdið togstreitu við sjónrænu myndina. Mssum þáttum frásegðarprósans,
eins og að búa til umhverfi svo og sjálft útlit persónanna, má ná fram með
sviðssetningu kvikmyndarinnar. Aðrir þættir, eins og þeir sem gera okkur
kleift að meta ræðu persónunnar íyrir ttilstilli raddar rithöfundarins, virð-
ast síður henta auga tökuvélarinnar. Tökuvélin verður í þessari merkingu
að sögumanninum. Hún beinir til dæmis athyglinni að þáttum í sviðssetn-
ingunni eins og útliti leikaranna, hreyfingum þeirra, látbragði eða bún-
ingi, eða því hvernig þeir eru staðsettir á sviðinu eða hvemig þeir eru
myndaðir. Að þessu leyti kann tökuvélin að fanga „sannleika" sem fjallar
um og afmarkar það sem persónumar segja í raun og vera.
51 MacCabe, s. 10.
52 David Bordwell, Frásögn ískáldmynd \NaiTtrtion in the Fiction Fihtt], Methuen: Lond-
on, 1985, s. 20.
I32