Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 136
Brian McFarlane
vindur, ekki síst vegna þess að miðlunin er í slíkum sögnm hyllt sem
„þekking“. A vissan hátt eru allar kvikm^mdir alvitrar. Jaínvel þegar þær
nota röddun sem leið til að líkja efrir íyrstu-persónu nálgun skáldsög-
unnar er áhorfandinn, eins og bent var á hér að ífaman, meðvitaður um
ákveðna hlutlægni í því sem sýnt er, en það kann að ná til þess sem sögu-
hetjan sér en hlýtur einnig að ná til fjölmargra annarra þátta.
„Takmörkuð vitneskja“
I víðum skilningi virðast hvorki fýrstu-persónu frásögn né alvitur vel
fallin til kvikmyndalegrar frásagnar. I báðum virðist vimeskjan alltaf of
mikil, eða að minnsta kosti meiri en okkur finnst fyrirfram að bein
reynsla okkar af kvikmyndaffásögn segi til um. Og þessi fyrirffamvit-
neskja er án efa nátengd þeirri einkennandi aðferð að segja frá í þátíð
sem viðgengst í prósafrásögn andstætt skynjaðri nútíð kvikmyndarinnar.
Skáldsöguform takmarkaðrar vitneskju (eins og í Daisy Miller) fellur
kannski best að frásagnarhætti kvikmyndarinnar. Þegar Cohen fjallar um
tækni þeirra Conrads og James og ber þá saman við impressjóníska mál-
ara segir hann:
Hin óbeina nálgun þessara skáldsagnahöfunda [Conrads og
Fords Madox Ford] verður ekki skilin til fulls nema með tilvís-
un til óhefðbundinnar beitingar þeirra á sjónarhorni ... Segja
mætti að lesandinn sé sífellt knúinn til að fara í gegnum nokkra
forgrunna áður en hann greinir glöggt það sem mótar fyrir í
bakgrunninum ... Sömu lögmál eru að verki í „miðlægum
speglum“ James en nánast allir atburðir eiga sér stað í þeim.53
Slíkir „miðlægir speglar“ - t.d. Strether í The Atnbassadors og Winter-
bourne í Daisy Miller - veita lesandanum færi á að samsama sig persónu,
ekki endilega tilfinningalega heldur í formi eins konar fasts sjónarhóls til
að fylgjast með atburðarás frásagnarinnar. Maður er stöðugt meðvitað-
ur um að til sé víðtækara sjónarhorn en það sem slíkri persónu býðst; að
til sé sögumaður, ef svo má segja, sem horfir yfir öxl þeirra á sama hátt
og tökuvélin getur fylgst með atburðum yfir öxl persónu í forgrunni
myndskeiðs svo að áhorfandinn fær bæði sjónarhorn persónunnar og að-
eins víðara sjónarhorn sem inniheldur persónuna. Hugmynd James um
„vitundarmiðju“, sem má alls ekki rugla saman við alvitra ffásögn eða
53 Cohen, Kvikmynd og skáldskapur, s. 35.
134