Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 141
Frá skáldsögu til kvikmyndar
Hvers konar aðlögun?
Þótt varhugavert geti verið að beita tryggð sem mælikvarða við sérhveij-
ar aðstæður hafa margir kvikmyndagerðarmenn vissulega lýst miklum
áhuga á að endurskapa upphaflegu skáldsöguna í kvikmynd. Það er líka
jafidjóst að margar aðlaganir hafa farið aðra leið en að mynda frumverk-
ið bókstaflega eða jafnvel halda „tryggð við anda verksins“ og víkja
þannig augljóslega af leið upphaflega verksins. Slíkar leiðir má einnig sjá
sem aðferð til að skýra eða í öfgakenndari dæmum afbyggja upphaflega
verkið („að draga fram í dagsljósið innri mótsagnir í því sem virðist vera
fullkomlega samhangandi kerfi hugsunar“61). Þótt það sé ekki ætlun mín
að leggja fram tignarröð mismerkilegra nálgana er engu að síður mikil-
vægt að við mat á kvikmyndaútgáfum skáldsagna sé reynt að meta það
hvaða tegund aðlögunar kvikmyndin stefnir að. Slíkt mat ætti að minnsta
kosti að koma í veg fyrir þá tegund gagnrýni sem ræðst á kvikmyndina
fyrir að vera ekki eitthvað sem hún stefiiir alls ekki að. Sé litið tál þess
hversu vafasamt hugtakið tryggð er í sambandi við skáldsögu sem gerð
er eftár kvikmynd virðist skynsamlegra að sleppa hugtökum eins og „of-
beldi“, „afbökun“, „afskræming“ og öðrum slíkum sem öll gefa til kynna
öndvegi hins prentaða texta.
EFNITIL FREKARI RANNSÓKNAR
Olíklegt er að nokkuð stöðvi áhuga hins almenna kvikmyndaáhorfanda
á að bera kvikmyndir saman við uppranalegar skáldsögur en slíkur sam-
anburður er kvikmyndinni einatt í óhag. Markmið rannsóknar minnar er
að nota hugtök og aðferðir sem leyfa sem hlutlægast og kerfisbtmdnast
mat á því sem gerst hefur við yfirflutning ffá einum texta tál annars. Sé
litáð tál þess í hve miklum hávegum þetta ferli er haft, sem og þess að
túlkanir og minningar um upphaflegu skáldsöguna hafa mikil áhrif á
textatengsl kvikmyndarinnar hefur það lítáð gildi að segja bara að kvik-
myndin ættá að standa á eigin fótum. Hún ættá að gera það en það er
einnig vert að huga að því hvers konar umbreyting hefur átt sér stað í
61 John Sturrock, „Kyiuiing“ [Introduction] að Sturrock (ritstj.), Formgerðarstefnan og
síðari tími [Structnralism and Since], Oxford University Press: Oxford, 1979, s. 14.
x39