Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Qupperneq 143
Frá skáldsögu til kvikmyndar
Aðgreining milli „margþættra“ og „samþættandi“ frásagnarliða
„Margþættdr frásagnarliðir“ sem Bartiies kallar „eiginlega frásagnarliði „
eru, eins og rætt var hér að framan, best fallnir til beinnar yfirfærslu í
kvikmynd. Þessi flokkur greinist í undirflokkiim aðalliði [kjama], athafn-
ir í frásögninni sem geta haft bein áhrif á framvindu sögunnar („áhættu-
sömu augnablikin í frásögninni“, eins og Barthes orðar það). Þessir að-
alliðir eru studdir og fá dýpri áferð af þáttum sem einkennast af annars
konar virkni. Þessi „annars konar virkni“ getur verið ýmist „minni“ (í tdl-
viki hvatanna) eða hún „virkar lóðrétt“ (í tdlvild marþættra jrásagnarliða)
andstætt við eðhslæga lárétta virkni aðalliðanna. Fyrsta stig „tryggðar“ í
kvikmyndaútgáfu tdltekinnar skáldsögu mættd meta út frá því að hve
miklu leytd kvdkmyndagerðarmaðurinn hefur afráðið að yfirfæra aðallið-
ina úr undanfarandi frásögn.
Að greina jrásagnarliði og athafnasvið persóna
Samkvæmt hugmyndum V. Propps má „finna alla mikilvægustu og sam-
einandi þættd ... í frásagnarliðum persóna, þeim hlutverkum sem persón-
umar leika í fléttunni“,63 en þessi hlutverk64 dreifast á takmarkaðan
fjölda „athafhasviða“.65 Jafhffamt bera hugmyndir Propps það með sér
að „ef þessar aðgreinanlegu og endurteknu formgerðir einkenna svo
djúpstætt form frásagnartjáningar, hafa þær e.t.v. ... þýðingu í 'ollum frá-
sögnum“66 (þ.e. ekkd aðeins í þjóðsögum). Af þessu sjáum við frekari
leiðir tdl að búa tdl kerfi yfir það sem gerist við yfirflutning skáldsögu í
kvikmynd. An efa koma persónuliðimir betur fram í rússneskri þjóðsögu
en í margbrotdnrú enskri skáldsögu frá nítjándu öld eða í kvikmynd í
fullri lengd. Engu að síður benda sumar kenningar Propps tdl þess að í
frásögninni séu innbyggðir þættdr sem em vel fallnir tdl yfirfærslu. (Hug-
mynd Barthes um aðalliði byggir að hluta á starfi Propps eins og Barthes
viðurkennir.67) Fyrir Propp er „frásagnarliður skilinn sem athöfn per-
sónu sem skilgreind er í ljósi þeirrar þýðingar sem hún hefur fyrir at-
63 Hawkes, s. 68. [Þýð.: Hawkes er hér að draga saman aðalatriði í kenningum Propps.]
64 V. Propp, Formfrœði þjóðsögunnar [Morphology ofthe Folktale], ensk þýð. Laurence
Scott, University of Texas: Austin, 1968, s. 22-63.
65 Sami, s. 79. [Þýð.: „Athafhasvið“ og „ffásagnarliðir“ (,,hlutverk“) eru tveir helstu
þættir í greiningu Propps á formfræði þjóðsagna og merkasta framlag hans til ffá-
sagnarffæða.]
66 Sami, s. 21.
6' Barthes, „Kynning á formgerðargreiningu ffásagna", s. 92.