Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 151
Guðni Elísson
„Eiginlega aðhyllist ég ekki þetta
aðlögunarhugtaka
Rætt við Einar Kárason um bækur og kvikmyndir
Einar Kárason (f. 1955) er löngu orðinn þjóðþekktur höfandur en bækur
hans eru til í tæplega 60 útgáfum og á samtals ellefu þjóðtungum. Effir
hann liggja þölmargar skáldsögur, m.a. Þetta eru asnar Guðjón (1981),
Þarsem Djöflaeyjan rís (1983), Gulleyjan (1985), Fyrirheitna landið (1989),
Kvikasilfur (1994), Norðurljós (1998) og Óvinafagnaður (2001), auk ljóða-
bókar, smásagnasafha og barnabóka. Þrjú af handritum Einars hafa ver-
ið kvdkmynduð í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, Skyttumar
(1987), Djöflaeyjan (1996) og tökum er nú lokið á þriðju myndinni, Fálk-
um (2002), sem er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári.
Nú hefiir þú jöfiium höndum skrifað skáldsögur og kvikmyndahandrit. Hvort
staifið líkar þér betur og hvað einkennir góða aðlögun á skáldsögu að þínu
mati?
Ég held ég verði að viðurkenna að ég lít fyrst og ffemst á mig sem skáld-
sagnahöfund. Eg hef fengist miklu meira við þá listgrein og á þeim vett-
vangi hefur mér helst fundist ég vera á heimavelli. Þannig fannst mér ég
löngum vera á ókunnum stað er ég var að fást við kvikmyndahandrit - stað
þar sem lágt er til lofts og þröngt á milli veggja, á meðan heimur skáldsög-
unnar er víður og tær. En smám saman hef ég verið að kynnast handrits-
forminu betur og er farinn að kunna þar betur við mig, handritin sem ég
H9