Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 152
Einar Kárason
hef skrifað eru orðin sex eða sjö og
þrjú-fjögur hafa verið filmuð, og
með auknu sjálfsör}'‘ggi sem fylgir
reynslunni finnst manni betur ganga.
Reyndar aðhyllist ég eiginlega
ekki þetta aðlögunarhugtak. Frekar
er notað sama hráefnið í t\Tö verk,
og það hráefni er fyrst og fremst
góð saga, góðar persónur og flétta.
Og úr því efni má gera nokkur lista-
verk, til dæmis eina skáldsögu og
eitt ktdkmjmdahandrit.
Skytturnarfytf 1987, sem er gerð eftir
fyrsta kvikmyndahandriti þínu í fullri
lengd, byggir á sönnum atburðum, ekki
satt?
Ekki held ég að sagan hafi byggst á sönnum atburðum nema að litlu leyti
- ég hafði í það minnsta mjög litlar spurnir af þeim atburðum. Að vísu
mun Friðrik Þór hafa fengið hugmyndina einhvern tíma þegar það gerð-
ist að einhverjir náungar brutust inn í skotfæraverslun og fóru að skjóta
í allar áttir, en mennirnir í Skyttunum eru allt aðrir en þeir og sömuleið-
is er aðdragandinn uppskáldaður og endalokin líka.
Þarna ber að hafa í huga að auðvitað vildu menn gera íslenska hasar-
mynd með byssum og öllu. Vandamálið var bara það að allt innventar í
þannig sögu vantar í íslenskt þjóðlíf: Það vantaði mafíur og vopnuð
bankarán og allt svoleiðis. EQnsvegar var stolt hefð fyrir því að utan-
garðsmenn og fullir sjóarar væru að brjótast inn í skotfæraverslanir sér
til gamans, og því varð þannig skotbardagi fyrir valinu. Það var rammís-
lenskt viðfangsefni, ekkert innflutt fals og údend fordild.
Finnst þér eitthvað til í þeini staðhæfingu að Skytturnar sé samtímalegri
kvikmynd núna en hún var á þei?n tíma sem hún var gerð?
Ef þú átt við efni myndarinnar er ég svo sem ekki viss um það, þótt ég
voni að hún hafi elst ágætlega. Hins vegar er margt við áferð myndar-