Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 12
INNLENT inn aö gefa dómsmálaráðherra umsögn um dómaraefni. Rétturinn kom saman föstu- daginn 22. janúar og komst samdægurs aö eftirfarandi niðurstöðu:.,Þegar starfsreynsla umsækjenda er virt og það, hvers konar reynsla nýtist best í Hæstarétti við núverandi aðstæður, svo og annað, er hér skiptir máli telur rétturinn æskilegt, að skipaður verði einn úr hópi þessara þriggja umsækjenda. en þeir eru: Benedikt Blöndal, Hjörtur Torfa- son, Sveinn Snorrason." Undir þetta rita dómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guð- mundur Skaftason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Þór Vilhjalmsson. Guð- mundur Jónsson lét bóka að hann teldi alla umsækjendur fullnægja skilyrðum laga til að gegna embætti hæstaréttardómara. Þessi umsögn og vinnubrögð Hæstaréttar var mjög umdeild. Hæstiréttur þurfti sem sagt ekki nema einn dag til að kanna hæfi 9 umsækj- enda um þctta háa embætti og lét ekki fylgja ítarlegri rökstuðning en þetta. Nokkrum dögum síðar skipaði Jón Sigurðsson dóms- málaráðherra Benedikt Blöndal í embættið. Samkvæmt lögum um Hæstarétt mega „skyldir menn eða mægðir að feðgatali eða niðja eða hjón, kjörforeldri og kjörbarn, fósturforeldri eða fósturbarn eða skyldir að öðrum eða mægðir að fyrsta eða öðrum til hliðar ekki samtímis eiga sæti í Hæstarétti. Benedikt Blöndal og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari eru tengdir. Eiginkona Þórs er Ragnhildur Helgadóttir alþingismað- ur af Engeyjarættinni frægu. Móðir hennar Kristín Bjarnadóttir og Guðrún, amma Benedikts Blöndal voru hálfsystur. Lögfræðingar sem Þjóðlíf hafði tal af segja að þessi tengsl Benedikts og Þórs séu ekki það náin að það brjóti beinlínis lög um hæfi hæstaréttardómara. Engu að síður virðist sumum athugavert að Þór skyldi telja sig þess umkominn að gefa umsögn um umsækj- endur í ljósi þessara vensla við Benedikt Blöndal. Skipan dómsmálaráðherra varð tilefni blaðaskrifa og í grein í Morgunblaðinu 23.febrúar, „Eru hæfnisdómar Hæstaréttar marklausir?", beinir Ólafur Ragnar Gríms- son formaður Alþýðubandalagsins og pró- fessor í þjóðfélagsfræði við Háskóla íslands 11 spurningum til dómsmálaráðherra, sem allar snertu álit Hæstaréttar, rétt umsækj- enda og skipan dómarans. Þegar þetta er skrifað, í byrjun apríl, hefur dómsmálaráð- herra ekki enn svarað. Fram að þessu hefur umræðan hins vegar ekki spunnist um mögulegan hagsmuna- árekstur umsvifamanns í viðskiptalífinu, sem skipaður er í embætti hæstaréttardóm- ara. Umræða af þessu tagi hefur á hinn bóg- inn verið einkennandi í lýðræðisríkjum þegar um skipan dómara í æðstu dómstóla ríkisins er að ræða. Þá er einkum horft til pólitískra hagsmuna og efnahagslegra. Hér- lendis eru hins vegar ekki til reglur eða lög sem kveða á um slíka hagsmunaárekstra. Ættarveldi Margir telja á hinn bóginn skipan Bene- dikts bæði eðlilega og sjálfsagða þar sem dóminn hafi sárvantað mann með reynslu og sérþekkingu á sviði viðskiptalífsins. Bene- dikt hafi einfaldlega verið sá eini með reynslu af atvinnulífinu og praxis lögfræð- innar á þeim vettvangi. Það hafi verið klaufalegt af dómurunum að geta þess ekki í umsögn sinni. Þó ákvæði um vensl í lögum nái ekki til skipunar Benedikts Blöndals í embætti hæst- aréttardómara, þá benda sumir á að til forna hafi gilt enn strangari reglur um skyldleika- tengsl en í dag. Þá hefur og verið látið að því liggja að ættarveldið íslenska í heimi við- skiptalífs og stjórnmála hafi styrkt stöðu sína með skipan Benedikts af Engeyjarætt. Á móti er bent á að fólk af þessu kyni sé ein- faldlega mannkostafólk og það megi auðvit- að ekki gjalda þess að fleiri valdamiklir séu af sama meiði, það gæti alltaf ástæðulausrar öfundar í garð ættarveldisins. Löglegt en óheppilegt Sú regla gildir um embættismenn og ekki síst dómara að þeir séu hæfir til starfans þ.e. „að þeir hafi engin þau störf önnur eða tengsl sem gera þá vanhæfa í starfi," eins og einn fræðimaður í lögum orðaði það við Þjóðlíf. Þess vegna ætti skilyrðislaust að forðast að skipa t.d. stjórnmálamenn sem hafa lagt þræði víða í þjóðfélaginu, í háar stöður þar Mega eiga fyrirtæki 1 segir Stefán Már Stefánsson prófessor „Það eru engar reglur sem banna hæst- — á héraðsdómstigi sem í Hæstarétti — aréttardómurum að eiga hlut í fyrirtækj- ef þeir eiga hagsmuna að gæta í málinu. um,“ segir Stefán Már Stefánsson, próf- Það er algengt að íslenskir dómarar víki essor í réttarfari við lagadeild Háskóla úr dómarasæti þegar eitthvað slíkt kemur íslands. Aðspurður um hvort dómari upp. En dómarar hafa að þessu leyti mætti þá allt eins eiga meirihluta í fyrir- sömu réttindi og aðrir borgarar. Þeir tækjum samkvæmt íslenskum réttarfars- mega eiga eignir og þ.á.m. hlut í fyrir- lögum svarar Stefán að engin lög banni tækjum." það. „Hins vegar verður hann að sjálf- — Hæstaréttardómarar eru ágætlega sögðu að víkja úr sæti í dóminum ef fyrir- launaðir. Býr ekki sú megin hugsun þar tæki hans á þar hagsmuna að gæta," segir að baki að þeir hafi fjárhagslegt sjálfstæði hann. og þurfi ekki að tengjast atvinnulífínu? — Má dómari þá líka sitja í stjórn „Jú.þaðerrétt.enþáerumviðekkiað fyrirtækis eða fyrirtækja? tala um lagareglur heldur hvað sé siðferð- „Já, hann má það líka. Allt snýst þetta islega best og heppilegast. Eftir því sem bara um það hvort hans fyrirtæki er aðili ég best veit gera Hæstaréttardómendur að dómsmáli sem kemur fyrir réttinn. Þá lítið af því að eiga fyrirtæki eða sitja í verður sá hæstaréttardómari að vfkja sæti stjórnum þeirra þó það kunni að finnast og reyndar gildir sú regla um alla dómara dæmi þess". — í 61. grein stjórnarskrárinnar er fjallað um umboðsstarfalausa dómendur. Boðar ekki stjórnarskráin þarna að dóm- stólar eigi að vera sjálfstæðir og óháðir? „Jú, en það á sérstaklega að tryggja sjálfstæði þeirra gagnvart öðrum þáttum ríkisvaldsins. Það er í sjálfu sér sára lítið mál fyrir dómara að víkja úr dómarasæti í einstökum málum annað hvort ef þeir telja sjálfir að þeir eigi að gera það eða vegna þess að aðilar máls gera kröfu til þess. Dómarar fara varlega að þessu leyti og því mætti jafnvel halda fram að sumir dómarar víki kannski oftar úr sæti en þeir þurfa samkvæmt ströngustu lagaákvæð- um,“ segir Stefán Már Stefánsson, próf- essor, að lokum. óf 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.