Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 29
MENNING
„Furðulegur og
stórbrotinn feriir
segir Páll Baldvin Baldvinsson, sem
sótt hefur um styrk til að rannsaka
skáldskap og líf Guðmundar Kamban
„Það er enginn sem veit hvað raunveru-
lega gerðist: Þjóðin hefur verið að gamna
sér við þá tilhugsun að Guðmundur
Kamban hafi verið á mála hjá nasistum,
en samt hafi hann verið drepinn fyrir mis-
skilning. Samt hefur engum dottið í hug
að fara og rannsaka hvað gerðist þennan
dag“, sagði Páll Baldvin Baldvinsson í
samtali við Þjóðlíf, en hann hefur nýlega
sótt um styrk úr Vísindasjóði til að rann-
saka feril Guðmundar Kamban.
Páll Baldvin fer til Los Angeles í maí.
m.a. þeirra erinda að reyna að ná tali af
dóttur Guðmundar sem þar býr. Sibil.
Hún varð einmitt vitni að morðinu á
Kamban þann 5. maí 1945. (Sjá frásögn af
því). Þá hefur komið til tals að bjóða
henni til íslands af því tilefni að leikrit
föður hennar. Marmari, verður sett upp í
Þjóðleikhúsinu og frumsýnt á Listahátíð,
þann 8. júní n.k.
..Ferill Kambans er á ýmsan hátt furðu-
legur og stórbrotinn", sagði Páll. ..Korn-
ungur varð hann áberandi í íslensku
menningarlífi þegar hann fór að yrkja á
miðilsfundum fyrir hönd manna eins og
Jónasar Hallgrímssonar, Snorra Sturlu-
sonar og H.C.Andersen. Hann var studd-
ur til utanfarar af Thorsurunum, sem áttu
oft eftir að verða honum innan handar
síðar. Hann fór til Danmerkur og sló
rækilega í gegn með leikritagerð, náði til
dæmis mun meiri frægð en Jóhann Sigur-
jónsson. Jafnframt var hann hátt skrifað-
ur sem leikstjóri í Danmörku í a.m.k. tvo
áratugi og var auk þess alltaf að reyna að
komast í kvikmyndabransann eftir að
Hadda Padda var kvikmynduð. Svo snéri
hann skyndilega við blaðinu, fór til
Þýskalands og hóf að skrifa skáldsögur. í
stríðinu var hann í Danmörku og átti að
heita á styrk frá Þjóðverjum við að vinna
að náttúrufræðiritgerð. Styrkinn sótti
hann að vísu í hús þar sem Gestapo hafði
aðsetur. Og þegar stríðinu lauk var hann
skotinn — og hefur síðan verið tabú.
Guðmundur Kamban og Kristján
Albertsson.
Kristján Albertsson er nánast sá eini
sem skrifað hefur um þessi mál, hann
hefur nú sagt sömu söguna fjórum eða
fimm sinnum. Flest sem viðkemur Guð-
mundi Kamban er enn órannsakað. bæði
ævi hans og skáldverk. Það er því full
ástæða til að kanna feril hans. Hvort sem
kemur í Ijós að það sem sagt hefur verið
um hann er satt eða ekki, er það rann-
sóknarinnar virði".
HJ
Þegar hér var komið voru frelsisliðarnir
farnir að ókyrrast, samkvæmt frásögn Kristj-
áns Albertssonar, sem kynnti sér hvernig
dauða vinar hans bar að höndum:
„Þetta er alvara", segir einn þeirra, „ef þér
ekki hlýðið. þá skjótum við". Kamban kross-
leggur armana á brjóstið og segir: „Saa
skyd!" Sibil dóttir hans gekk þá framan að
tveim þeirra til þess að aftra þeim frá að
skjóta. En á meðan lyfti hinn þriðji byssunni
og skaut föður hennar. Skotið hæfði hann í
höfuðið, rétt við vinstra augað, og hann féll
örendur á gólfið".
Sakaður um
nasistavináttu
Mjög var um það deilt hversu náinn vin-
skapur var með Guðmundi Kamban og
þýskum nasistum. í Danmörku gekk dag-
blaðið Information, blað andspyrnuhreyf-
ingarinnar, lengst allra í ásökunum um nas-
isma. Blaðið upplýsti að Kamban hefði tekið
á móti fjárframlögum, 1600 krónum mánað-
arlega, frá leynireikningi dr. Bests í banka,
fyrir uppfinningu sem átti að snúa gangi
stríðsins Þjóðverjum í vil, (...„ til en opfin-
delse som skullu vende krigen til Tysklands
fordel") Kveður blaðið í grein 24. ágúst 1945,
að afhjúpanir þess hafi leitt til þess, að utan-
ríkisáðherrann hafi hætt við að greiða frú
Kamban lífeyri eftir bónda sinn. En ríkis-
lífeyrir eftir þá sem létust í lok stríðsins var
skilyrtur að því leyti, að ekki átti að greiða
lífeyri eftir þá sem taldir voru hafa unnið
gegn dönskum ríkisborgurum eða þjóðar-
hagsmunum með samvinnu við þýska nas-
ista. Segir Information að afhjúpanir blaðs-
ins hafi leitt til þess að utanríkisáðaherrann
hafiekki treystsé til að leyfalífeyrisgreiðslur
til frú Kamban fyrr en eftir sérstaka rann-
sókn.
Eftir lögreglurannsókn var niðurstaðan sú
að Guðmundur Kamban var hreinsaður af
allri sök um að hafa unnið fólskuverk fyrir
Þjóðverja, og baðst danska stjórnin opinber-
lega afsökunar á morði hans. Rannsóknin
leiddi í ljós að Guðmundur var saklaus af því
að hafa unnið gegn dönskum ríkisborgurum
og mannorð hans hreinsað með rannsókn-
inni, („den er nu afsluttet og har fuldstændig
renset Gudmundur Kamban for stikkebes-
kyldningen". Berlingske Tidende 29. sept.
1945). Hins vegar kom fram, eins og allir
vissu, að hann hafði mikla samúð með
Þýskalandi, þar sem bækur hans nutu mikils
álits („Det er konstanteret at han har haft
stærke sympathier for Tyskland, hvor hans-
forfatterskap var höjt anset og at han mod
betaling har utfört et mindre videnskapeligt
arbejde for kulturafdelingen under det tyske
Gesamtskab í Köbenhavn men hans forbind-
else með tyskerne indskrænker sig hertil..")
Vísindaiðja Guðmundar, sem Informat-
ion kvað hafa verið hugsuð til þess að snúa
stríðinu Þjóðverjum í vil, reyndist vera—
könnun á söl og þangi.
Hrafn Jökulsson, Óskar Guðmundsson og
Salvör Aradóttir, tíðindamaður Þjóðlífs í
Kaupmannahöfn, tóku saman.
29