Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 39

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 39
MENNING Heilsuleysi — æviráðning Heilsuleysi Karajans hefur orðið tilefni veru- legra vangaveltna og umræðu um réttmæti æviráðningar hans sem aðalstjórnanda. Víst er að hljómsveitarmenn yrðu þeirri stund fegnastir þegar samstarfi þeirra og Karajans lyki. „Hann hefur í langan tíma ekki fært okkur neitt nýtt,“ sagði einn hljóm- sveitarmanna fyrir stuttu. „Hann er „terror- isti“ á æfingum; hæðist stanslaust að mönn- um; en yrðir annars ekki á aðra en konsert- meistarana og örfáa aðra.“ Framkoma Karajans gagnvart hljómsveit sinni þykir á ýmsan hátt orðin óþolandi. I nóvember síðastliðnum fór hljómsveitin á tónleikaferð um Þýskaland undir hans stjórn ogvarm.a. leikiðíFrankfurt. Sjálfurferðað- ist Karajan ekki með lestinni, sem flutti hljómsveitarmenn til Frankfurt, heldur flaug sjálfur eigin sportflugvél. Skömmu fyrir tónleikana kallaði Karajan hins vegar til sín tónleikahaldarana og tjáði þeim, að hann væri illa haldinn af matareitr- un og gæti ekki stjórnað. Svo vildi til, að menn voru viðbúnir því, að Karajan lýsti sig ef til vill veikan, og höfðu gert ráðstafanir til að fá mann til að stjórna í hans stað. Þessi varamaður var Indverjinn Zubin Mehta, sem var á tónleikaferð um Þýskaland, en átti frí þetta kvöld. Mehta brá nú skjótt við og tók sér ferð til Frankfurt. Þegar Karajan frétti hins vegar af því að annar maður væri kominn í sinn stað, sem „Þegar Karajan frétti hins veg- ar af því, að annar maður væri kominn í hans stað, sem hann hefði ekki sjálfur valið, þá hjarn- aði hann snarlega við og kvaðst fullfær um að stjórna.“ hann hefði ekki sjálfur valið, þá hjarnaði hann snarlega við og kvaðst fullfær um að stjórna. Fyrir tónleikana var maður sendur inn á sviðið til að tjá áheyrendum veikindi Karajans, sem stjórnaði samt. íhaldsblaðið Frankfurter Allgemeine fagnaði þessu afreki Karajans, sem „Sieg des Willens" (sigri vilj- ans). Næsta dag þegar Fílharmóníuseitin átti að leika í Stuttgart, var Zubin Mehta upptekinn annarsstaðar; og þá lýsti Karajan sig svo veikan, að hann gæti með engu móti stjórn- að. Þetta atvik þykir segja nokkuð um pers- ónu Karajans: Oþolandi egóista, sem dregur menn endalaust á asnaeyrunum í kringum sig. Sömuleiðis þykir þetta dæmi nokkuð lýs- andi um veikindi Karajans; stundum virðist hann jafnvel reyna að magna þau upp í aug- um fólks, til að öðlast aukna hrifningu og aðdáun. Hirðir fé af skjólstæðingum Herbert von Karajan hefur löngum haft í kringum sig„ uppáhaldslistamenn" sína, sem hann kemur á framfæri á ýmsan hátt. í þess- um hópi eru píanóleikarinn Alexis Weisen- berg, söngkonurnar Anna Tomowa-Sintow og Agnes Baltsa og fiðluleikarinn Anne-Sop- hie Mutter. Þessir listamenn hafa oft verið nefndir „skjólstæðingar" Karajans opinberlega og honum „þökkuð sú hjálp, sem hann hafi veitt þeim“. Staðreyndin er hins vegar sú, að Karajan krefst fjár af öllu þessu fólki fyrir greiðann. Með öðrum orðum: Tónlistar- mennirnir greiða Karajan fyrir að fá að koma fram með honum og leika á tónlistarhátíðum hans í Salzburg í Austurríki. Velvild Karajans kostar sem sagt peninga; hann kemur vináttunni í verð eins og öllu öðru. Gagnrýnendur segja að Karajan hafi „selt sig“ oftar en flestir aðrir menn. A sínum tíma hafi hann selt mannorð sitt nasisma og nú selji hann list sína fégræðgi. Hann heyri ekki lengur, að eigin upptökur verði stöðugt lélegri, heldur nýti sér eilífan upplýsinga- skort kaupenda hljómplatna og hljómdiska. Spurningin sé sú hversu langur tími líður uns stjórnmálamenn, tónlistarmenn og tónlistar- unnendur neiti að lúta lengur forsjá fjárafla- mannsins, tækifærissinnans og eiginhags- munaseggsins Herberts von Karajans. Einar Heimisson / Freiburg / Agæti vinnuveitandi/ starfsmannastjóri Ert þú í ráðningarhugleiðingum? Vantar þig fólk á skrifstofuna eða til annarra starfa? I ^ L ■ — ^WVi A ‘ WIÉ . - ^ijB STARFSMIÐLUNIN hefur frá upphafi kappkostað að hafa á skrá fólk til hinna fjölbreytilegustu starfa, fólk með reynslu og þá þekkingu sem starfið krefst. Það kostar fé og fyrirhöfn að auglýsa og oft lætur árangurinn á sér standa. Við hjá STARFSMIÐLUNINNI sjáum um að útvega meðmæli fyrir viðkomandi ásamt persónulegum upplýsingum sem hjálpa þér að finna starfsmann með réttan bakgrunn. Varnaglinn er svo þriggja mánaða ábyrgðartími. Hætti starfskrafturinn innan þess tíma, af einhverjum ástæðum, útvegar STARFSMIÐLUNIN annan, fyrirtækinu að kostnaðarlausu. Við hjá STARFSMIÐLUNINNI erum reiðubúin að þjóna þér og fyrirtæki þínu af fremsta megni og með fullri ábyrgð. StarísM iðlunin Afleysinga- og ráðningaþjónusta Laugavegur 18A — 101 Reykjavík — s. 622200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.