Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 10
INNLENT 1986 í 8,2% 1988, en aukist að sama skapi hjá Stöð 2 úr 4,8% í 6,8%. Af heildarframboði kvikmynda, skemmti- þáttaog þvíumlíks efnis er Stöð 2 nteð77,6%, 52,2% af tónlistarframboði auk yfirburð- anna í barnaefni og íþróttum. Sjónarpið heldur enn yfirhöndinni í fræðsluefni (55,8%), menningu.innlendu fólki í sviðs- ljósi (61,1%) og fréttum og fréttatengdu efni (57,5%) Sjónvarpið eykur poppið I einum punkti hefur Sjónvarpið vinning- inn frá því árið 1986 en það er hlutur tónlist- ar. Tónlist nam 15,4% af heildarefni Stöðvar 2 1986, en hefur núna 5,8% af heildarfram- boði. Þróunin er á hinn veginn hjá Sjónvarp- inu; hún nam 9% af dagskrá 1986 en nemur nú 10,1% af dagskránni í mínútum talið voru nú 800 mínútur á könnunatímabilinu hjá Sjónvarpinu tónlist en voru 640 í könnuninni árið 1986. Hjá Stöð 2 mældust núna 875 mín- útur en mældust 1765 í fyrri könnuninni. Menningaráfall Niðurstöður könnunarinnar nú er í hróp- legu ósamræmi við yfirlýsingar forsvars- manna beggja sjónvarpsstöðvanna síðustu misseri. Þeir hafa haldið því fram að innlent efni væri bakfiskurinn í starfsemi stöðvanna. Hástemmdar yfirlýsingar Jóns Óttars Ragn- arssonar í upphafi ferils Stöðvar 2 gengu út á innlenda dagskágerð og hjá íslenska Sjón- varpinu hafa bæði menntamálaráðherrar og útvarpsstjóri lagt mjög ríka áherslu á nauð- syn þess að stofnuninn væri hluti íslenskrar menningar og eitt meginhlutverka hennar er rækt móðurmálsins op innlendrar fram- leiðslu sjónvarpsefnis. I skoðanakönnunum um „áhorf“ hefur komið í ljós, að innlent efni nýtur mestrar athygli. En þó eftirspurn- in sé auðsjáanlega mikil, þá er framboðið lítið — og fer minnkandi. Niðurstöðurnar leiða í ljós að frá 1986 hef- ur ástandið versnað að mun. Ef litið er til þeirrar fullyrðingar margra, að hlutfall inn- lends efnis sjónvarps og útvarpsstöðva segi til um menningarástand viðkomandi þjóðfé- lags, þá fer ísland ekki vel út úr samanburði, einungis örfáar fyrrverandi nýlendur eru á svipuðu stigi og við. Hvorki íslenska ríkis- sjónvarpið og því síður Stöð 2 hafa staðist prófið. Niðurstöðurnar um lítinn hlut inn- lends efnis af framboði sjónvarpsstöðvanna, — sú staðreynd að íslensku sjónvarpsstöðv- arnar framleiða lítinn hluta dagskrár sinnar sjálfar, hlýtur að teljast menningaráfall fyrir fámenna þjóð. Óskar Guðmundsson. Fjárveitingavaldið hefur ekki sett nægilega mikið fjármagn inn í þessa stofnun til að hægt sé að halda uppi viðamikilli framleiðslu á innlendu efni. (Mynd. Björn Haraldsson) Greinargerð rannsakanda Athugun á efni útsendinga sjónvarpsins og Stöðvar 2, 28/11 til 18/121986 og 19/3 til 8/4 1988. Samanburðurinn á dagskrárefni Stöðv- ar 2 og Sjónvarpsins er byggður á ein- faldri flokkun dagskrárefnis í sjö flokka. Þeir eru: 1. Fréttir og fréttatengt efni (innlent og erlent efni) 2. Menningarmál, listir, fólk í sviðsljós- inu (innlend dagskrá) 3. Kvikmyndir, framhaldsþættir, skemmtiþættir (innl., erl.) 4. Fræðsluefni (innl., erl.) 5. Barnaefni (innl., erl.) 6. Tónlist (dægurtónlist og sígild tónlist/ innl., erl.) 7. íþróttir (innl., erl.) í samanburðinum eru auglýsingar og dagskrárkynningar sjónvarpsstöðvanna undanskildar. Þetta veldur óverulegri styttingu á heildarútsendingartíma og hefur lítil eða engin áhrif á niðurstöður. Nokkurrar óvissu gætir um skiptinguna á milli innlends og erlends efnis að því leyti, að t.d. í íþrótta- og barnaþáttum er efni að hluta íslenskt og að hluta erlent. Skiptingin er oftast augljós og hefur þetta óveruleg áhrif á niðurstöður. Niðurstöður Stöð 2 Sjónvarpið Meðaltal beggja stöðva í efnisflokki 1988 1986 1988 1986 1988 1986 1. Fréttir o.þ.h.............. 5.0% (6.0%) 13.0% (13.2%) 7.7% (8.7%) 2. Menning (innl)............. 4.3% (1.9%) 12.9% (9.7%) 7.2% (5.0%) 3. Kvikmyndir, framh.þ........ 63.2% (65.9%) 35.1% (37.9%) 53.6% (55.0%) 4. Fræðsluefni................ 3.1% (2.4%) 7.6% (7.3%) 4.7% (4.2%) 5. Barnaefni.................. 11.8% (3.6%) 13.2% (10.2%) 12.3% (6.0%) 6. Tónlist.................... 5.8% (15.4%) 10.1% (9.0%) 7.2% (13.0%) 7. íþróttir................... 6.8% (4.8%) 8.2% (12.9%) 7.3% (8.0%) Meðaltals útsendingartími á viku í klukkustundum.......84.5 (63.5) 44.0 (39.7) 128.5 (103.2) Uppruni efnis: íslenskt/erlent Stöð 2 Sjónvarpið Innlent efni............... 8.6% (13.4%) 35.8% (47.1%) Erlent efni................ 91.4% (86.6%) 64.2% (52.9%) Jóhann Hauksson félagsfræðingur 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.