Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 62

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 62
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL íu. Eftir áðurnefnd réttarhöld létu Bullshit fara lítið fyrir sér í Kristjaníu. S.l. haust fannst lík af týndum manni steypt ofan í gólf í húsi sem Bullshit hafði til umráða. íbúar Kristjaníu misstu þá endan- lega þolinmæðina og sögðu þeim að hypja sig burt fyrir fullt og allt, sem þeir og gerðu. Ógn og eftirvænting Pegar umrædd kvikmynd var frumsýnd í höfuðborginni og úti á landsbyggðinni voru fulltrúar Englanna yfirleit viðstaddir. Fyrir sýningu var settur á svið smáforleikur. Ahorfendur. blaðamenn og starfsfólk lædd- ust um á tánum og laumuðust til að gefa þessum miklu mönnum auga. Á meðan röbbuðu þeir saman yfir borðum, fullkom- lega meðvitaðir um þau áhrif sem návist þeirra hafði. Spenna lá í loftinu, spenna ótta og óöryggis viðstaddra. Englarnir hlógu dátt og drukku bjór í öllu sínu veldi. Ekki vantaði þá sæti þótt salurinn væri annars troðfullur. Aðeins nokkrir þeirra horfðu á myndina, en þegar sýningu lauk stóðu þeir í dyrum og göngum. Forsetinn Carlo og kona hans (heillandi ljóska í glæsilegum leðurfötum og sem enginn veit hvað heitir) taka sér stöðu fyrir framan hvíta tjaldið ásamt leikstjóran- um Ib Makwarth. Á ganginum standa Gög- ler og varaforsetinn Dirty. Hressilegar urn- ræður hefjast á danska vísu, þar sem hlegið er og gert að gamni sínu. Fólk tyllir sér í veitingasölunni og fær sér bjór (við erum í Danmörku) og umræðum er haldið áfram þar. Ljósmyndir eru teknar, fólk skiptist á heimilisföngum og sýnir hvert öðru skart- gripi sína: „Heyrðu, þú sendir mér nú mynd... hún færi vel í albúminu...“ „Af hverju þetta stríð? Hvers vegna að drepa fyrir það eitt að koma á ykkar um- ráðasvæði?“ „Þetta er flóknara mál en svo. Þeir höfðu lengi reynt að egna til uppþota og að lokum ákváðum við að sýna þeim í tvo heimana. Þetta byrjaði sem venjuleg slagsmál en þau fóru úrskeiðis þegar einn þeirra dró upp skammbyssu — það var slys, en það var ann- að hvort þeir eða við“, segir Gögler. „Við förum helst að lögum en við vorum orðnir þreyttir á að láta skjóta á klúbbhúsið okkar, eða bíða eftir að fá handsprengju með morg- unkaffinu — pældu í þvf. Ef okkur er ógnað förum við beint í manninn, engar krókaleið- ir. Og við notum hvaða meðal sem er“. „Hvað aðskilur ykkur frá öðrum þjóðfél- agshópum, burtséð frá þessu?“ „Félagsskapurinn, bræðralagið sem er 200%. Hvað áttu marga vini sem þú getur treyst fullkomlega undir hvaða kringum- stæðum sem er“, spyr hinn mælski Carlo og Ib Makwarth botnar: „Þeir líta á félagið sem fjölskyldu sína og verja sitt fólk. Sjálfur hef ég ekki áhuga á að verða félagi, það tekur of langan tíma...“ „Hvar er nú djöfuls samstaðan, Ib...“ Carlo forseti dönsku Vítisenglanna með ástkonu sinni. Eru konur ekki bara auka- leikarar í lífi Englanna? Nei, segir Cario, en við erum strákafélag. Hvernig ættu konur að geta tekið þátt í ýmsum siðum okkar — eins og til dæmis að skiptast á nærbuxum? Það væri sjón að sjá! Ég þvæ upp Það var erfitt að ræða stríðið við Englana. Það var eins og að tala við útlendinga. Við töluðum ekki sama tungumál. Því ræddum við um hluti sem stóðu okkur nær, vinnuna og ástina. „Hvert er hlutverk konunnar meðal ykkar — í kvikmyndinni segja þær ekki orð. Eru þær bara aukaleikarar?“ „Ég þvæ upp heima hjá mér“, segir Carlo hlæjandi og fær sér sopa af appelsíni. „Það gerir þú alveg örugglega ekki“, mót- mælir leðurklædd frúin. „En hann sér jafn vel um börnin og ég. Börn okkar eru ekki fæddir Englar og þau lifa svipuðu lífi og önn- ur börn, nema það að Carlo sést stundum í sjónvarpinu og á sumrin förum við í ferðalag á vélhjólum. Og sem kona — er ég með- höndluð eins og prinsessa". „Við höfum ekki áhyggjur af sjálfum okkur, en frekar af fjöl- skyldum okkar“, segir Gögler. „Það er sjald- an ráðist á okkur. Allir vita að við erum menn sem geta svarað í sömu mynt“. „Ef þið viljið koma á jafnrétti í þjóðfélaginu“, bætir Carlo við, „Þá ættuð þið að byrja þar sem það skiptir einhverju máli; á þingi, í ríkis- stjórn, verkalýðsfélögum, stjórnum stórfyr- irtækja. Hvað eru margar konur meðal frí- múrara? Allt í lagi, við erum strákafélag, þannig hefur það verið frá upphafi. Hvernig ættu konur að geta tekið þátt í ýmsum siðum okkar. Eins og t.d. nærbuxnaskiptum? Það væri sjón að sjá“. Þessi athugasemd vaki al- menna kátínu meðal Englanna. Hégómlegir eins og aðrir Flestir Englanna koma úr lægri millistétt eða úr verkamannafjölskyldum. Einn þeirra státar af því að vera sonur lögreglu- þjóns. Hvernig hafa þeir efni á rándýrum vélhjólum og klúbbhúsinu, ef þeir fjármagna þetta ekki með ólöglegri starfsemi? „Við öflum okkur fjár eins og allir aðrir. Við erum eins og þverskurður af þjóðinni. Sumir eru í námi, aðrir í vinnu og enn aðrir á atvinnuleysisbótum. Hjólin kaupum við oft- ast gömul, jafnvel sem brotajárn. Við skipt- umst á varahlutum og þess háttar. Hafa ekki menn heyrt minnst á afborgunarskilmála?" Englarnir klæðast yfirleitt einkennisbún- ingum, hvort sem þeir eru í vinnu, skóla eða kirkju. Flestir eru þeir skreyttir óteljandi hauskúpuhringjum, hálskeðjum, brjóstnæl- um og útflúruðum skyrtum. “Við erum jafn hégómlegir og aðrir. Við viljum líta vel út. En hégóminn hefur táknrænt gildi, búning- urinn er merki um félagsskapinn, hringirnir til minningar um félaga sem gáfu okkur þá. Heyrðu, — það hefur verið fullyrt að við séum einungis félag hvítra manna, en það er ekki rétt. Það er deild í Brasilíu og í áströlsku deildinni eru félagar af ættum frumbyggja". Og Gögler hafði þetta til málanna að leggja: „Viltu einn bjór í viðbót?" ... — en tilbúnir að drepa „Hvað veitir þér mesta ánægju í Iífinu?“ „Að fara í ökuferð með fjölskyldunni í góðu veðri að sumarlagi og þegar vélin vinn- ur vel“. „Ætlið þið að halda áfram að láta bera svona á ykkur — þið gætuð farið að troða upp í Tívolí eins og hvert annað skemmtiatr- iði?“ „Já, kannski en þetta var orðið nauðsyn- legt. Það voru komnar svo margar sögur á kreik um okkur“, segir Gögler brosandi.,, Okkur langaði að tala beint til venjulegs fólks." Og aðgerðir Englanna hafa haft bætandi áhrif á orðstír þeirra. Þessi blanda heiðurs, bræðralags, ofbeldis og óbeitar á málamiðl- unum, sem einkennir lífsstfl Englanna ásamt mottóinu,, við gegn hinum“ hrífur marga. Það er varla svo komið að Englarnir verji miklum tíma í að hjálpa gömlum konum yfir götu. Engin ástæða er þó til að ætla að þeir hrindi þeim viljandi fyrir bílana. Huggulegir strákar, — ef svo ber undir — err tilbúnir til að drepa. Texti og ljósmyndir: Lauri Dammert Þýðing: Salvör Aradóttir 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.