Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 32
MENNING
í Bucklers Hard er
vaxfólkið önnum
kafið við 18. aldar
störf.
Sir Edward Montagu var mikill maður á
sínum tíma. Hins vegar dó
hann árið
1557.
leiðréttur. Þar er landslagið eins og ljóð,
betra en verður með góðu móti sett á pappír.
Endalausar grænar heiðar, tignarleg og æva-
forn tré, sólin tinandi í undarlegu mistri.
Af umsvifum Montagu
lávarðar
Eins og áður sagði eiga margir lávarðar
ekki sjö dagana sæla. Gleðileg undantekning
er Montagu, lávarður af Beaulieu. Svo virð-
Beaulieu — aðsetur Montagu-ættarinnar frá 16. öld. Ein álma hússins er opin ferða-
mönnum: Þar getur að líta hvernig enski aðallinn bjó fyrir parhundruð árum.
ist sem Montagu-fjölskyldunni hafi tekist að
stíma hjá því flæðarskeri sem svo margir
lordar hafa steytt á. Ekki nóg með það, held-
ur virðast umsvif Montagu sjaldan hafa verið
meiri en einmitt nú.
Ættarsetrið að Beaulieu er nú að nokkru
opið ferðamönnum, þar getur að líta sýnis-
horn af daglegu lífi enskra aðalsmanna fyrr á
öldum. í litprentuðum bæklingi sem núver-
andi lávarður af Montagu er skrifaður fyrir
skýrir hann stoltur frá því að Beaulieu hafi
komist í eigu ættar hans árið 1538. Þá var
slotið selt ásamt átta þúsund ekrum lands á
rúmlega 1340 pund. Og í ferðamannaálmu
óðalsins getur að líta málverk af flestum íbú-
unum upp frá því sem eitthvað kvað að:
Strangir lávarðar upp allan stigaganginn og
mjúklegar húsfreyjur innan um. Annars
vakti það nokkra athygli mína hve líkar þær
voru, þessar konur í Beaulieu, það var sem
sami málari hefði málað sömu konuna í mis-
munandi kjólum. Mér er ekki tíðhugsað til
ljóða, en af einhverjum orsökum komu mér í
hug línur úr ljóði eftir Sigfús Daðason, þegar
ég horfði á allar þessar húsfreyjur: „Öll þessi
ár kona góð, öll þessi ár....“
Hverjum klukkan glymur
Pá stund sem ég staldraði við í Beaulieu
var þar urmull ferðalanga frá öllum heims-
32