Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 22
INNLENT Framtíðin brosir við þingmönnum Samtaka um kvennalista ef framhaldið verður í einhverju samhengi við niðurstöður skoðanakannana að undanförnu. Þær eru í miðpunkti hinna pólitísku hræringa — og margir flokkar hafa áhuga á samstarfi. Kristín Einarsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir. Gífurleg gerjun í pólitíkinnni Síðustu vikur hafa verið tími neðanjarðar- viðæðna ýmissa stjórnmálamanna í kjölfar óeiningar í ríkisstjórninni, alvarlegs efna- hagsástands víða á landsbyggðinni og dökks útlits í efnahagsmálum.Framsóknarflokkur- inn getur ekki verið í stjórn við óbreyttar aðstæður. Ýmsir í Sjálfstæðisflokknum hafa farið á fjörurnar við Borgaraflokkinn með hugsan- lega stjórnarþátttöku þeirra síðarnefndu í huga. Ástæðurnar eru margþættar; sam- komulagið í ríkisstjórninni gefur ekki tilefni til bjartsýni ef ekkert verður að gert, en þó skiptir hitt meiru, að ef núverandi forustu Sjálfstæðiðsflokksins tekst að innlima Borg- araflokkinn með einhverjum hætti, treystir hún sig í sessi, en þar er hún ekki alltof örugg um sig. Þeir Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson gætu þannig skapað sér sess í flokknum, sem ekki yrði auðvelt að hnika þeim úr. Innan Borgaraflokksins eru skiptar skoðanir um slíka möguleika, en eftir hrak- lega útreið í skoðanakönnunum kemur allt til greina. I Framsóknarflokknum horfir ástandið ís- kyggilega við. Hrun kaupfélaga í flestum kjördæmum. erfið efnahagsstaða Sambands- ins og dökkt útlit víða á landsbyggðinni, kippir fótunum undan Framsóknarflokkn- um í ríkisstjórn. Hann getur ekki setið í ríkis- stjórn sem er aðgerðarlaus gagnvart lands- byggðinni við þessar aðstæður. Flokkurinn á ýmissa kosta völ, annarra en þeirra að sitja í ríkisstjórn við óbreyttar aðstæður. Milli Steingríms Hermannssonar og Borg- araflokks hefur ríkt sól og blíða allar götur frá stofnun flokksins fyrir rúmu ári. Fram- sóknarflokknum væri ekki á móti skapi að taka Borgaraflokkinn inn í ríkisstjórn í stað Alþýðuflokksins. Þar með yrði í vissum skilningi um endurreisn síðustu ríkisstjórnar að ræða. Fyrir Framsóknarflokkinn væri sá kostur hugsanlegur, ef hann fengi efnahags- ráðuneytin, sem Alþýðuflokkurinn stjórnar nú, í sinn hlut. Þó samstarfið sé ágætt milli einstakra manna sem hugsa svipað í ríkis- stjórninni.t.d. milli endurskoðandans (Hall- dórs Ásgrímssonar) og viðskiptafræðingsins (Jóns Sigurðssonar), og þeirra Jóns Baldvins og Þorsteins Pálssonar, þá nægir það ekki til að halda uppi gleðinni. En Framsókn er ekki við eina fjölina felld í speglasjónum af þessu tagi. Vangaveltur og óformlegar viðræður hafa farið fram milli Framsóknarmanna og nokkurra í Samtökum um kvennalista. Og Alþýðubandalagið sem vill ólmt komast inn á pólitíska landakortið hefur einnig leitað eftir samstarfi við Samtök um kvennalista um málafylgju í kjaramálum. Þá munu einhverjir hafa í huga hið forn- kveðna. að mjór er mikils vísir. Innan Samtaka um kvennalista hefur orð- ið vart meiri áhuga en áður á að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. Heyrst hafa hug- myndir um að styrkja þingflokkinn; ef ein- hverjar þingkonur yrðu ráðherrar myndu varamenn taka sæti á þingi. Konurnar, sigurvegarar skoðanakannana upp á síðkastið, eru auðvitað í miðpunkti allra vangaveltna um hugsanlegt nýtt stjórn- armynstur að afloknum kosningum. Fréttaskýring Ef litið er á málið frá sjónarhóli Fram- sóknarflokksins hlýtur sterkari staða flokks- ins en í núverandi ríkisstjórn að vera for- senda og jafnvel nauðsyn í augum Fram- sóknarmanna. Ástandið á landsbyggðinni kallar á efnahagsáætlun um endurreisn landsbyggðarinnar og víðtækar ráðstafanir. Allt bakland Framsóknarfloki.sins á lands- byggðinni er nú að liðast í sundur og yfir- gnæfandi líkur eru á að sá flokkur slíti stjórn- arsamstarfinu ef ekki gerist eitthvað sem snýr núverandi þróun í efnahagsmálum við. Athyglivert er, að einn flokkur hefur ekki verið orðaður við neins konar viðræður síð- ustu daga; Alþýðuflokkurinn. Ráðherrar flokksins eru uppteknir við stjórnunarstörf og framkvæmd efnahagsstefnu, sem Fram- sóknarflokkurinn telur eina höfuðorsök ófa- ranna. Forysta Alþýðuflokksins virðist ekki heldur fylgjast vel með því sem gerist utan við valdsins turna og hallir. Ef svo heldur sem horfir lifir þessi ríkisstjórn ekki næstu jól. Eitt er víst að viðræður og vangaveltur af þessum toga, sem heyrast úr herbúðum flestra stjórnmálaflokka, bera mikilli póli- tískri gerjun vitni. Óskar Guðmundsson 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.