Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 63

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 63
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Guðni Rúnar Agnarsson og Sigga Vala sem kynnst hafa kristnum anarkisma skrifa Með biblíuna í annarri hendi og sleggjuna í hinni: „Afskrifið skuldirnar og kærleikurinn blómstrar!66 — sagtfrá kristnum anarkistum í Svíþjóð Síðasta iostudaginn í nóvember sl. gengu tveir menn, í fylgd fjölda blaðamanna, Ijósmyndara, útvarps- og sjónvarpsmanna að SE-bankanum í miðborg Stokkhólms og brutu þar stóra rúðu. Meðan þeir biðu lögreglunnar, deildu þeir út flugritum þar sem aðgerðin var útskýrð. Þessir menn, Anders Rosenberg og Boudewijn Wegerif, kalla sig „Friends of Gautama and Jesus“. í fréttatilkynningu sem „Friends" sendu í byrjun nóvember öllum helstu fjölmiðlum landsins segir m.a.: „27. nóvember n.k., föstudaginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. leggjum við upp kl. 14 frá Sergelstorgi með þá fyrirætlan að brjóta rúðu við einn af bönkunum í miðborg Stokkhólms. Og munum halda því áfram allt til jóla. Óvin okkar, sem við viljum elska, munum við láta vita, eins vel og unnt er, fyrir hverja aðgerð. Við gefum því hér með skýra viðvörun. Og leiði þetta til lögregluafskipta tökum við því með ró“. Þrátt fyrir skýra viðvörun var engin lög- regla nærstödd þegar þeir lögðu af stað frá Sergelstorgi þetta sögulega föstudagssíð- degi. Hins vegar var all stór hópur fjölmiðla- fólks og annarra áhugasamra sem gekk með þeim Boudewijn og Anders að SE-bank- anum. Þar reiddu þeir til höggs, með ró þeirra sem þekkja réttmæti og styrk sinna orða — og rúðan brast. Drjúg stund leið þar til lögreglan kom. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.