Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 41
MENNING
surnog niegin
Ný hljómplata lítur dagsins Ijós og fyrir
dyrum stendur mikil tónleikareisa um
j Kanada
Á næstu dögum er væntanleg fyrsta hljómplata djasssveitarinnar
framsæknu Súld. Ber platan heitið Bukoliki og er það Grammið sem
gefur hana út í samstarfi við Súld. Á plata þessi efalaust eftir að vekja
athygli því Súld er þekkt fyrir að fara ekki troðnar slóðir og þykir
með því vandaðasta sem hér gerist í tónlistarlífinu. Fyrirhuguð er
tónleikaferð Súldar á alþjóðlegar djasshátíðir í nokkrum borgum
Kanada næsta sumar. Sveitin vann sér gott orð á slíkum festivölum í
Montreal og Toronto á síöasta ári — hefur vakið forvitni erlendis og
kemur nú fram heilsteyptari og þroskaðri en áður. „Við teljum okkur
hafa fundið hljómsveitinni eigin hljóm,“ segja Súldarar í samtali
við Þjóðlíf. Við tókum þá Steingrím Guðmundsson trommuleikara og
Szymon Kuran fiðluleikara tali um síðustu viðburði í kringum Súld.
„F>að eru sterkar líkur á að við förum til
Kanada í sumar og spilum þar á djasshátíð-
um í nokkrum borgum s.s. á festivalinu stóra
í Montreal, í Toronto, Vancouver, Edmon-
ton og Calgary", segir Steingrímur.
„Kanadamenn hafa með sér samstarf við
skipulagningu þessara alþjóðlegu djasshá-
tíða þannig að þær rekast aldrei á en bera þó
upp á svipuðum tíma. Tónlistarmennirnir
koma frá öllum heimshornum og eiga þess
þá kost að ferðast á milli borganna og spila á
fleiri en einni djasshátíð. Montreal hátíðin er
þar lang stærst, stendur yfir í 9 daga og þar
koma fram margir frægustu og stærstu djass-
leikarar í heimi. Það var stórkostlegt tæki-
færi sem við fengum síðstliðið sumar er við
lékum á Montreal hátíðinni fyrir um 15 þús-
und áheyrendur og nú skilar sér sú kynning
sem við fengum og góð gagnrýni í blöðum
sem gefur okkur tækifæri á enn stærri tón-
leikaferð um Kanada í sumar ef allt gengur
eins og áætlað hefur verið“.
Þeir segjast að sjálfsögðu ætla að nota
tækifærið og kynna nýju plötuna í ferðinni.
Hér á landi er markaður fyrir tónlist Súldar
ekki nógu stór til að hljómsveitin geti starfað
að staðaldri. En hvernig lýsa þeir þá tónlist-
inni á Bukoliki?
„ Vissulega er þetta ekkert annað en djass-
tónlist", segir Szymon. „Á plötunni eru 8
frumsamin verk sem eru ólík eftir því hver
okkar á í hlut því við komum úr ólíkum
áttum tónlistarlega séð. Hver höfundur hef-
ur sínar áherslur en sem heild hefur hljóm-
sveitinni tekist að skapa sér sinn eiginn stíl og
tón. Það er með ráðum gert að við blöndum
saman ólíkum verkum til þess að sýna hvers
hljómsveitin er megnug".
„í tónlist plötunnar ber talsvert á svo köll-
uðum „new age“ — áhrifum sem eru ekki síst
tilkomin vegna hljómborðsins", segir Stein-
grímur. „Þá er minna um að einstakir með-
limir fái að láta gamminn geysa í sólóum líkt
og á tónleikum. Mikið er lagt í útsetningar og
uppbyggingu verkanna þó öll byggist þau að
sjálfsögðu á djasstónlist. í það heila tekið
erum við mjög ánægðir með útkomuna enda
fór hljóðritunin fram við bestu skilyrði í nýju
hljóðveri í Kópavogi - stúdíó Stef. Annaðist
Lárus upptökustjórn og er hljóðblandað á
svokallaða DAT-spólu sem er nýjung í upp-
tökutækni hér á landi. Skal þess líka getið að
Friðrik Karlsson gítarleikari leikur í tveim
lögum á plötunni".
„Við látum hlustandanum eftir að skil-
greina hvers konar djass er hér á ferðinni,“
segir Szymon. „Það er mjög í tísku að flokka
tegundir djasstónlistar og við erum stundum
sagðir spila bræðingsdjass, sem er að vissu
leyti rétt, en segir þó ekki alla söguna. í
rauninni erum við eingöngu að spila hreina
djasstónlist".
Stefán Ingólfsson
bassaleikari
Stefán er fæddur árið 1957 og var við
tónlistarnám í FÍH skólanum í Reykjavík
og á að baki tvö ár við The Musicians
Institute í Los Angeles. Hann hefur leikið
með mörgum djass- og rokksveitum í
Reykjavík og auk þess starfað í hljóðver-
um og við upptökur fyrir útvarp og sjón-
varp.
41