Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 77

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 77
BÍLAR nokkrir supu ótæpilega og sungu og elskuðu allan heiminn. Og Gunna gamla frænka kom auga á drenginn sem hún passaði sem strák- hnokka fyrir fimmtíu árum og hafði fylgst með úr fjarlægð síðan; og hún hellti yfir hann allri elsku sinni:.. Baddi minn, mikið ertu orðinn stór — og svona sköllóttur!-' og hellti um leið yfir hann úr bjórglasinu sínu og datt endilöng yfir fjölskylduna í næstu sætaröð þegar vélin tók dýfu. Og kallaði í fallinu: ..Baddi minn, ég kaupi bara á þig nýjan galla á Kanarí." RITSTJÓRINN SPURÐI hvort Kanaríey- ingar flautuðu fyrir horn. Það gera þeir reyndar stundum og eru annars síflautandi. Flautulaus bíll hér er eins og bremslulaus bíll; flautan er ómissandi stjórntæki. Flautið hefur yfir sér sérstæðan blæ og setur sterkan svip á umferðina. Það felst í því að ökumenn eru sífellt að gefa frá sér örstutt „bíbb". aldrei meir í einu, ekki geðvonsku- legt „bíííííííp", hvað þá ruddalegt „bííííp- bííííp", bara lauflétt „bíbb". Lausleg athug- un á meðalhringtorgi, þar sem umferðin er álíka og á Miklatorginu unr miðan dag, leiddi í Ijós að þar hljóma u.þ.b. 100 „bíbb" á mín- útu. En til hvers eru þeir að flauta? Við fyrstu áheyrn virðist þetta tilgangslaust flaut útí loftið, „bíbb" hér og „bíbb" þar, rétt eins og stundum þegar maður hlustar á nútímatón- verk í fyrsta sinn, en við nánari hlustun verð- ur samhengið og tilgangurinn ljós og úr verð- ur samfelld, skipulega uppbyggð hljóm- kviða. Og þegar að því er gáð að hverju „bíbbi" fylgir hógvær handahreyfing eða bending þá áttar maður sig á því að ökumenn eru að spjalla saman. Þeir eru ekki að ýta hver á annan eða skammast, heldur eru þeir t.d. að segja: „Hér er ég, bíddu aðeins", eða „Far þú á undan inní hringinn, ég hinkra" eða „Ég sé þig, allt í lagi.“ Og þegar einn sendir frá sér „bíbb" svarar hinn gjarnan í sömu mynt, eins og hann sé að segja: „Ég náði þessu. þakka þér fyrir." Það eru líka send „bíbb" til gangandi veg- farenda. svo sem: „Þér er óhætt að fara yfir götuna, ég hægi á mér" eða „Gættu að þér. hér kemur bíll". Og ungir menn senda ungum stúlkum du- lítil ástar„bíbb", sem svo: „Svona á lima- burður að vera. kjútí pæ" eða „Hvernig líst ungfrúnni á nýja blæjubílinn minn. mætti bjóða far?" Og þær brosa létt. að minnsta kosti inni í sér. og verða enn reistari og spengilegri þegar þær greikka sporið. en líta sem snöggvast við.... Sem fyrr segir fylgir hverju „bíbbi" ein- hver bending. Það er lenska hér að aka með aðra hönd á stýri. líkt og sögufrægur mjólk- urbílstjóri forðum. og láta vinstri handlegg lafa letilega út um gluggann. niður með hurðinni. Þegar „bíbbið" er sent er hand- leggnum lyft lítið eitt. og bendingin gefin uieð hendinni eða bara fingrunum. eftir at- vikum hverju sinni. ÞESSI HLJÓMKVIÐA helgast ekki síst af því að reglur um akstur í hringtorgum, sem hér eru víða, eru breytilegar frá einu torgi til annars. Almenna reglan er sú að sá á réttinn sem er að koma inn í hringinn, öfugt við það sem tíðkast hér uppi á grjóthrúgunni, en sums staðar eru götumerkingar sem gefa þeim forgang sem í hringnum eru. Merking- arnar eru hins vegar ekki alls staðar jafn ljósar og því ekki öllum alltaf ljóst hvað gera skal. En um það gera ökumenn sem sagt með sér samkomulag á staðnum hverju sinni með „bíbbum" og bendingum. Með þessu móti gengur umferðin alla jafna eins og vel smurð vél; það greiðist ótrúlega úr því bílakraðaki sem myndast á hringtorgunum. Sem gefur að skilja eru sum „bíbbin" há og hvell, eins og plokkað sé í fiðlustreng, önnur eru óræð og dularfull líkt og blásið sé mjúk- lega í básúnu, þá eru tveggja tóna flautur, sem óma blítt eins og fagott og óbó leiki saman, og þegar stórir vörubílar eru á ferð drynur dimm og drungaleg túban. Sem sé: Rondo moderato (þ.e. hringdans, með hóf- legum hraða) fyrir hundrað ökumenn og hringtorg, í einum óendanlegum kafla. MÁLAKUNNÁTTA SÓLARLANDA- FARA er upp og ofan eins og gengur. Sumir treysta á enskuna. hraflkennda eða reip- rennandi eftir atvikum, sem fáir eyjar- skeggja virðast þó hafa á valdi sínu, aðrir kaupa bók og læra nokkrar setningar í spönsku, enn aðrir nota alþjóðamálið, handapat, fettur og brettur, og verður furðu vel ágengt. Enda samskiptin við innfædda einkum fólgin í því að panta mat og drykk. Og það lærist furðu fljótt. Einn kunningi minn í sólarlandaferð sagði mér að það dygði alveg að kunna að segja „gin" á ensku, frúin myndi svo hvað blandið héti. Og ég sá hann á sundlaugarbarnum, komið undir kvöld, og hann vatt sér fimlega upp á barstólinn, rétti upp tvo fingur tvisvar sinnum og sagði,. dsjinn", kallaði síðan í frúna og sagði: — „Didda, hvað heitir það aftur sem þeir blanda með í útlöndum?" — „Tónik". kallaði frúin á móti. — „Tónik", sagði bóndinn við barþjóninn og brosti á við hvern annan heimsborgara. Og þannig fengu þau hjónin tvo tvöfalda gin í tónik með samstilltu átaki. Það gekk aftur á móti ekki jafn vel þegar þau fóru á veitingastað með vini sínum og bóndinn rétti upp þrjá fingur og sagði „bír". Og leit hróðugur á frúna. En það var kannski ekkert síður slaklegri heyrn þjónsins að kenna- að heyra ekki muninn á „bír" og „bíf" — að í stað þess að koma að vörmu spori með þrjá bjóra. leið drykklöng stund þar til hann bar á borð þrjár dýrindis nautasteikur og með fylgdi reikningur upp á þrjúþúsund peseta! Ásgeir Sigurgestsson ORIENT ORIENT WATCH CO..LTD. Ef þú gerir kröfur um gæöi veldu þá Fallegu ORIENT armbandsúrin hjá úrsmiðnum ORIENT ORIENT WATCH CO..LTD. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.