Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 31

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 31
MENNING Bretlandsferð Mary Rose — skrautblóm enska flotans á dögum kvennamoröingjans Hinriks VIII... og líkan af flaki skipsins. í fjórar aldir lá Mary Rose á mararbotni. „Nú ríkja auðnir einar“. Nafngjafinn — fegursta kona Evrópu á sinni tíö: Mary Rose, prinsessa Englendinga sem var neydd af bróöur sínum til að giftast karlægum kóngi Frakka. Evrópa stóö á öndinni af hneykslun yfir ráðahagnum. Kóngsi hélt út í 83 daga — þá dó hann. í faðmi sögunnar Þannig er nú gamla Englandi komið: Lávarðarnir ýmist komnir á vergang út af sköttum eða búnir að opna ættarsetrin upp á gátt sem söfn, veitingahús eða hótel. Amerískir túristar sækjast mjög eftir því aö komast í eftirmiðdagsboð hjá enskum, blönkum lávarði. Þeir drekka saman te og lávarðurinn segir sögur af konungum og fræknum riddurum sem einhvern tíma í fyrndinni drukku te með lávarði þess tíma: kannski var það langalangalangafi þess sem nú situr og þiggur fáein pund fyrir að segja amerískum túristum sögur. Ameríkanarnir eru uppveðraðir yfir bæði sögunni og teinu: sjálfir eiga þeir enga sögu en nóg af peningum. Hjá blönkum lordum, í lúxusvagni og horft á Maríu sálugu Rose Hvað ætli fólki komi fyrst í hug þegar Eng- land ber á góma? Frú Thatcher kannski, ell- egar fótbolti, atvinnuleysi eða ástamál kóngafólks. Einhverjum verður sjálfsagt hugsað til hinna rómuðu leikhúsa, eða til rokksins og pönksins sem hvergi stendur með meiri blóma. Sá sem ferðast um sveitir Englands finnur hvarvetna fyrir návist sögunnar, einfaldlega vegna þess að minnismerkin eru alls staðar. Kastalar og kirkjur og styttur af öllum þess- um konungum, lávörðum og prinsessum. Margar fornleifanna er eldri en byggð ís- lands, til að mynda síðan Rómverjar réðu Englandi meðan tímatalið stóð á tugum og fáeinum hundruðum ára. Þannig er sagan miklu nær þeim ferðalangi sem fer um héruð Englands, heldur en t.d. íslands: sagan er uppáþrengjandi, yfirþyrmandi. Undirritaður átti þess kost að verja nokkr- um vordögum í sveitum og borgum Suður- Englands. Það er eingöngu til marks um for- dóma, en einhvern veginn bjóst ég fyrst og fremst við rigningu af þessu ferðalagi: hnípn- um borgum og annars flokks fótbolta. En á ferð um Nýja skóg var þtssi misskilningur 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.