Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 34

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 34
MENNING Patríck Suskind ILMURINN - Saga af morðingja „Þessi saga hins viðbjóðslega snillings er sögð á hráan, myndauðugan og grimmilegan hátt. Efni hennar er andstyggilegt í sjálfu sér. En vegna þess hvílíkum hstatökum höfundur grípur það og heldur allt til síðustu orða hlýtur þessi bók að teljast til meiri háttar bókmennta viðburða. “ MORGUNBLAÐIÐ / Jóhanna Krístjónsdóttir „Þessi iitríka og lyktsterka saga, hlaðin táknum tímans og mögnuð lævísri spennu, er sögð í klassískri epískri frásögn af næmum sögumanni sem smýgur inn í allt Og alla.“ HELGARPÓSTURINN / Sigurður Hróarsson „...skulu menn ekki halda að Patrick Siiskind hafi barasta skrifað útsmoginn reyfara - hér hangir miklu fleira á spýtunni.“ ÞJÓÐVILJINN / Ami Bergmann Jóhanna Svcinsdóttir - Þuriður Pálsdóttir A BESTA ALDRI 3. prentun komin út „...hvaða læknir sem er gæti verið stoltur af að hafa skrifað slíka bók. Hún er það nákvæm fræðilega séð, en líka full af skilningi, mannlegri hlýju og uppörvun. Hún á erindi við allar konur, líka þær yngri ... heiti bókarinnar hittir beint í mark.“ morgunblaðið Katrin Fjcldued Guðbergur Bcrgsson TÓMAS JÓNSSON METSÖLUBÓK 2. kiljuprcntun komin út „Kraumandi seiðkctill þar sem nýtt efni, nýr stíll kann að vera á seyði. Fátt er líklegra en að sagan verði þegar frá líður talin tímaskiptaverk í bókmennta- heiminum: Fyrsta virkilega nútímasagan á íslcnsku." ÓUfur Jónsson I * I FORLAGIÐ FRAKKASTlG 6A, S.9I-2SI8B Meginskýringin felst í lífskjörunum. Þrátt fyrir að Islendingar álíti Englendinga mestu fótboltaþjóð í heimi, er ekki langt síðan fót- bolti var einungis tómstundagaman pöpuls- ins, aðalsfólkið var sælt með sínar veðreiðar og krikkett. Fótboltinn var ópíum fátækling- anna og þessvegna blómstraði hann vita- skuld þar sem lífskjörin voru lökust. Sunnan- menn púkkuðu ekki upp á svo auðvirðilegt sport. Enn þann dag í dag hafa íbúar Win- chester, hinnar fornu höfuðborgar Eng- lands, ekki komið sér upp fótboltaliði og eru íbúarnir þó eitthvað í kringum 60.000. Hins vegar er Winchester afskaplega fallegur bær. Með sögu á hverju götuhorni: rómverja- múra, kastala og kirkjur, styttu af hinum elskaða kóngi Alfreð mikla, sem ríkti á níundu öld. En engan fótbolta. Örlög konungs og skips — ein og hin sömu... Á fögrum sumardegi árið 1545,skammt ut- an við Portsmouth, bjóst óvígur floti franskra herskipa til innrásar í England. Þennan dag lagði Mary Rose, eftirlætisskip Hinriks VIII, í lokaorustu sína. Þegar hér var komið sögu Hinriks konungs var hann orð- inn gamall og lúinn, hættur að höggva eigin- konur sínar og átti skammt ólifað: Þennan dag horfði konungur á skip sitt, perlu enska flotans, leggjast á hliðina og sökkva með sjöhundruð manna áhöfn. Mary Rose var smíðað á fyrstu tveimur embættisárum Hinriks konungs, 1509—10. Hann var þá átján ára og skýrði skipið eftir þrettán ára gamalli systur sinni. Fornar sagn- ir herma að hún hafi verið ein fegursta kona Evrópu: um það eru engin sönnunargögn til utan mynd af kringluleitri, góðlegri stúlku —sem er rétt eins og konurnar í Beaulieu. Hinrik Vlll varð oft tilefni hneykslunar á ferli sínum: En sjaldan mun hann þó hafa gengið eins fram af fólki og þegar hann neyddi barnunga systur sína til að giftast kar- lægum kóngi Frakka, Lúðvík XII. Hann huggaði hana með því að Lúðvík ætti ekki langt eftir og síðan mætti hún giftast hverjum sem hún vildi. Það gekk eftir sem Hinrik sagði: Hjónabandið með fegurðardísinni ungu fór endanlega með Lúðvík karlinn sem gaf upp öndina eftir 83 daga. Prinsessan gekk þá að eiga Karl Brandon, Greifa af Suffolk — leynilega að vísu því hún treysti bróðurómyndinni rétt mátulega. Þau hjóna- korn fengu fyrirgefningu konungs að lokum og Karl Brandon stóð við hlið Hinriks þegar Mary Rose sökk, en þá var nafngjafinn, feg- ursta kona Evrópu, dáin fyrir nokkrum ár- um. Petta var árið 1545 og því er þessi saga rifjuð upp af hugföngnum enskum leiðsögu- mönnum, að fjórum öldum síðar var Mary Rose lyft af sjávarbotni: önnur hlið skipsins var svo að segja heil og 18.000 munir í flak- Svona líka hugguleg borðstofa í Beaul- ieu! Og á hverri stundu er að vænta pilsa- þyts og skarkala frá öðrum tímum.... inu, allt frá örvum upp í fallbyssur, skósólar, matarleifar og læknisdót, rifrildi úr bókum, peningar, verkfæri, spil og fatnaður: Svo af mátti ráða heilsteypta mynd af mann- lífi til sjós fyrir fjögurhundruð árum. Ekki er mærin dauð... Mary Rose var lyft af sjávarbotni árið 1982 og hefur nú verið komið fyrir í ógnarstórum bragga, áþekkum væntanlegu ráðhúsi Reyk- víkinga að stærð og útliti. Það er erfitt að lýsa þeirri tilfinningu sem fylgir því að koma inn í þetta undarlega graf- hýsi. Vatni er dælt yfir flakið svo rakinn er gífurlegur og inni er dálítið skuggsýnt. Og þarna liggur hún, perla Hinriks Vlll, skipið sem var nefnt eftir fegurstu konu Evrópu: Óburðugt flak að vísu, en andblær hins liðna leikur um skrokkinn svo á hverri stundu er þess að vænta að skipið Mary Rose sigli á nýjan leik undir fullum seglum til móts við konung sinn. Sagan öll Mary Rose er til sýnis í Portsmouth, sem og tvö önnur sögufræg skip. Victory, skipið Nelsons, þar sem flotaforinginn féll að lokum og Warrior, fyrsta járnskip Englendinga, hafa bæði verið gerð upp og eru til sýnis. Þar er hægt að kynnast bæði verklagi og vopna- burði á herskipum síðustu aldar og aðbúnaði sjómannanna sem var óbjörgulegur. Einnig þessi skip geyma mikla sögu. Þau geyma sög- una af heimsveldinu sem nú er löngu liðið undir lok. Að ferðast um England er eins og að ferð- ast í gegnum söguna, sögu sem er í senn full af fegurð og ofbeldi. Kastalarnir eru til- komumiklir, múrarnir ægilegir og kirkjurnar glæsilegar. Og hver reisti þá þessi miklu mannvirki? Ekki konungar, ekki biskupar, ekki hers- höfðingjar! Hrafn Jökulsson 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.