Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 68

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 68
ÍÞRÓTTIR Friður um Olympíu- leikanna Gífurlega strangar öryggisráðstafanir fyrir Olympíuleikana í Seoul. Verða erlendir gestir eyðniprófaðir við kom- una til Kóreu? Sumarólympíuleikarnir 1988 veróa haldn- ir í Seoul í Suður-Kóreu dagana 17. september til 2. októbcr. Síðustu sumarólympíuleikar voru haldnir í Los Angeles í Kandaríkjunum og brutu þeir blað í sögu lcikanna því að aldrci þessu vant urðu þeir mikið gróðafyrir- tæki. l>að var von og vísa Kandarík jamanna að fullnýta alla viðskipta- og auglýsinga- mögulcika en auk þess tvinnuðu þeir saman á eftirminnilegan hátt keppni og skcmmtun. Forseta ólympíunefndar Los Angeles ólym- píulcikanna var þakkaður þessi árangur og var hann fyrir vikiö m.a. kjörinn maður árs- ins 1984 af vikuritinu Newsweek. Sá sem fylg- ir í fótspor hans við undirbúning leikanna í Seoul í haust er núverandi íþróttamálaráð- herra Suður-Kóreu og fyrrum herforingi í hernum þar, Park Seh-Jik. Hann átti nýverið fund með erlendum fréttariturum í Lundún- um og var tíðindamaður Þjóðlífs þeirra á meðal. Seoul er nú ein af fjölmennustu borgum veraldar. Þar búa um 10 milljón manns og þeim fjölgar um rúmlega 300.000 á ári. Það er búist við um 240.000 þúsund ferðamönn- um til borgarinnar í haust vegna leikanna, en til viðbótar munu þangað koma um 13.000 íþróttamenn, 2.700 sendifulltrúar og nærri 12.000 frétta- og blaðamenn. Pátttökuþjóðir verða fleiri en nokkru sinni áður eða að lík- indum 161. Aðeins 6 aðildarþjóðir að alþjóða PARK SEH-JIK forseti undirbúnings nefndar Olympíuleikanna í Seoul ólympíunefndinni hafa enn ekki tilkynnt um þátttöku. þar á meðal Norður-Kórea, Alb- anía, Kúba. Nicaraqua og Eþíópía. Frestur til að tilkynna um þátttöku rennur út um miðjan næsta mánuð en á Park Seh-Jik var það að skilja að sá frestur væri ekki endan- legur, en margir eru að vona að unnt verði að fá Norður-Kóreubúa til að taka einnig þátt í þessum leikum. sem virðast að mestu lausir við það andrúmsloft pólitískra deilna sem einkenndi Ólympíuleikana í Moskvu 1980 og Los Angeles 1984. 120 milljarða króna kostnaður Allar framkvæmdir vegna leikanna eru á lokastigi. Heildarkostnaður er áætlaður um 3,1 milljarður dollara en það samsvarar um 120 milljörðum íslenskra króna. Um helm- ingur þessa kostnaðar er hluti af almennri framfara- og uppbyggingaráætlun Seoul- borgar og fjórðungur kemur frá einkafyrir- tækjum og einstaklingum, afgangur eða um einn og hálfur milljarður dollara er framlag yfirvalda í Suður-Kóreu. A fundinum í Lundúnum var mikið rætt um viðskiptaþrýsting af ýmsu tagi og marg- víslegar fjármagnsskorður. Park Seh-Jik vildi ekki ræða þessi mál í smáatriðum en benti á að finna þyrfti málamiðlun á milli hins æskilega og hins mögulega. Hann sagði þó að Suður-Kóreubúar stefndu ekki að því að hafa hagnað af leikunum heldur yrðu þeir ánægðir ef tekjur næðu kostnaði. Hann sagð- ist auk þess kannast við þá gagnrýni að til þess að þjóna sjónvarpsáhorfendum út um allan heim væri t.d. lokaathöfn leikanna orð- in að skemmtun án nokkurs hátíðleika, eins og lokaathöfn vetrarólympíuleikanna í Cal- gary nú nýverið bar glöggt með sér. í Seoul í haust verður gerð tilraun til að aðskilja betur skemmtun og keppni og því fer fram á sama tíma fjölbreytileg listahátíð með þátttöku listamanna hvaðanæva að úr heiminum. Yfir 200 sjónvarpsstöðvar munu sýna frá leikunum. Flestar þeirra eru vestur- 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.