Þjóðlíf - 01.04.1988, Side 10

Þjóðlíf - 01.04.1988, Side 10
INNLENT 1986 í 8,2% 1988, en aukist að sama skapi hjá Stöð 2 úr 4,8% í 6,8%. Af heildarframboði kvikmynda, skemmti- þáttaog þvíumlíks efnis er Stöð 2 nteð77,6%, 52,2% af tónlistarframboði auk yfirburð- anna í barnaefni og íþróttum. Sjónarpið heldur enn yfirhöndinni í fræðsluefni (55,8%), menningu.innlendu fólki í sviðs- ljósi (61,1%) og fréttum og fréttatengdu efni (57,5%) Sjónvarpið eykur poppið I einum punkti hefur Sjónvarpið vinning- inn frá því árið 1986 en það er hlutur tónlist- ar. Tónlist nam 15,4% af heildarefni Stöðvar 2 1986, en hefur núna 5,8% af heildarfram- boði. Þróunin er á hinn veginn hjá Sjónvarp- inu; hún nam 9% af dagskrá 1986 en nemur nú 10,1% af dagskránni í mínútum talið voru nú 800 mínútur á könnunatímabilinu hjá Sjónvarpinu tónlist en voru 640 í könnuninni árið 1986. Hjá Stöð 2 mældust núna 875 mín- útur en mældust 1765 í fyrri könnuninni. Menningaráfall Niðurstöður könnunarinnar nú er í hróp- legu ósamræmi við yfirlýsingar forsvars- manna beggja sjónvarpsstöðvanna síðustu misseri. Þeir hafa haldið því fram að innlent efni væri bakfiskurinn í starfsemi stöðvanna. Hástemmdar yfirlýsingar Jóns Óttars Ragn- arssonar í upphafi ferils Stöðvar 2 gengu út á innlenda dagskágerð og hjá íslenska Sjón- varpinu hafa bæði menntamálaráðherrar og útvarpsstjóri lagt mjög ríka áherslu á nauð- syn þess að stofnuninn væri hluti íslenskrar menningar og eitt meginhlutverka hennar er rækt móðurmálsins op innlendrar fram- leiðslu sjónvarpsefnis. I skoðanakönnunum um „áhorf“ hefur komið í ljós, að innlent efni nýtur mestrar athygli. En þó eftirspurn- in sé auðsjáanlega mikil, þá er framboðið lítið — og fer minnkandi. Niðurstöðurnar leiða í ljós að frá 1986 hef- ur ástandið versnað að mun. Ef litið er til þeirrar fullyrðingar margra, að hlutfall inn- lends efnis sjónvarps og útvarpsstöðva segi til um menningarástand viðkomandi þjóðfé- lags, þá fer ísland ekki vel út úr samanburði, einungis örfáar fyrrverandi nýlendur eru á svipuðu stigi og við. Hvorki íslenska ríkis- sjónvarpið og því síður Stöð 2 hafa staðist prófið. Niðurstöðurnar um lítinn hlut inn- lends efnis af framboði sjónvarpsstöðvanna, — sú staðreynd að íslensku sjónvarpsstöðv- arnar framleiða lítinn hluta dagskrár sinnar sjálfar, hlýtur að teljast menningaráfall fyrir fámenna þjóð. Óskar Guðmundsson. Fjárveitingavaldið hefur ekki sett nægilega mikið fjármagn inn í þessa stofnun til að hægt sé að halda uppi viðamikilli framleiðslu á innlendu efni. (Mynd. Björn Haraldsson) Greinargerð rannsakanda Athugun á efni útsendinga sjónvarpsins og Stöðvar 2, 28/11 til 18/121986 og 19/3 til 8/4 1988. Samanburðurinn á dagskrárefni Stöðv- ar 2 og Sjónvarpsins er byggður á ein- faldri flokkun dagskrárefnis í sjö flokka. Þeir eru: 1. Fréttir og fréttatengt efni (innlent og erlent efni) 2. Menningarmál, listir, fólk í sviðsljós- inu (innlend dagskrá) 3. Kvikmyndir, framhaldsþættir, skemmtiþættir (innl., erl.) 4. Fræðsluefni (innl., erl.) 5. Barnaefni (innl., erl.) 6. Tónlist (dægurtónlist og sígild tónlist/ innl., erl.) 7. íþróttir (innl., erl.) í samanburðinum eru auglýsingar og dagskrárkynningar sjónvarpsstöðvanna undanskildar. Þetta veldur óverulegri styttingu á heildarútsendingartíma og hefur lítil eða engin áhrif á niðurstöður. Nokkurrar óvissu gætir um skiptinguna á milli innlends og erlends efnis að því leyti, að t.d. í íþrótta- og barnaþáttum er efni að hluta íslenskt og að hluta erlent. Skiptingin er oftast augljós og hefur þetta óveruleg áhrif á niðurstöður. Niðurstöður Stöð 2 Sjónvarpið Meðaltal beggja stöðva í efnisflokki 1988 1986 1988 1986 1988 1986 1. Fréttir o.þ.h.............. 5.0% (6.0%) 13.0% (13.2%) 7.7% (8.7%) 2. Menning (innl)............. 4.3% (1.9%) 12.9% (9.7%) 7.2% (5.0%) 3. Kvikmyndir, framh.þ........ 63.2% (65.9%) 35.1% (37.9%) 53.6% (55.0%) 4. Fræðsluefni................ 3.1% (2.4%) 7.6% (7.3%) 4.7% (4.2%) 5. Barnaefni.................. 11.8% (3.6%) 13.2% (10.2%) 12.3% (6.0%) 6. Tónlist.................... 5.8% (15.4%) 10.1% (9.0%) 7.2% (13.0%) 7. íþróttir................... 6.8% (4.8%) 8.2% (12.9%) 7.3% (8.0%) Meðaltals útsendingartími á viku í klukkustundum.......84.5 (63.5) 44.0 (39.7) 128.5 (103.2) Uppruni efnis: íslenskt/erlent Stöð 2 Sjónvarpið Innlent efni............... 8.6% (13.4%) 35.8% (47.1%) Erlent efni................ 91.4% (86.6%) 64.2% (52.9%) Jóhann Hauksson félagsfræðingur 10

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.