Frjáls verslun - 01.07.2012, Qupperneq 6
6 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012
Þ
að er hárrétt ákvörðun hjá Jóhönnu Sig
urðardóttur, forsætisráðherra og formanni
Samfylkingar, að hætta í pólitík eða láta
af þátttöku í stjórnmálum eins og hún
orðar það sjálf. Hún segir í yfirlýsingu
að hún hafi ekki sóst eftir því að verða
forsætisráðherra og leiða Samfylkinguna og hafi haft
áform um að hætta í stjórnmálum að loknu því kjör
tíma bili sem hófst vorið 2007 þegar Samfylking og
Sjálf stæðisflokkur hófu samstarf. Þetta með að hún hafi
ekki sóst eftir því að verða forsætisráðherra er ekki alls
kostar rétt hjá henni; hún fór fram sem foringi flokksins
í kosningunum vorið 2009 og ætlaði sér þá aldrei annað
en að leiða flokk og ríkisstjórn eftir þær kosningar. Hún
hefur verið alþingismaður frá árinu 1978 eða í um 34 ár.
Það er langur tími.
Jóhanna klauf Alþýðuflokkinn árið 1994 vegna ósætt is
við formanninn, Jón Baldvin Hannibalsson. Hún hætti
í flokknum með því að steyta hnefa og kyrja þessi
orð: Minn tími mun koma. Ekki er vitað nákvæmlega
hvað hún átti við með þeim orðum í ljósi þess að hún
segist ekki hafa sóst eftir formennsku í Samfylkingu
og að verða forsætisráðherra. Hún stofnaði hins vegar
Þjóðvaka ásamt Ágústi Einarssyni árið 1994 og fékk
Þjóðvaki fjóra þingmenn í kosningunum 1995. Ef til vill
var það þessi sigur sem hún átti við; hefndarsigur. En
hennar tími kom hins vegar óvænt sem forsætis ráð
herra 1. febrúar 2009 þegar Samfylkingin sleit stjórnar
sam starfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir búsá halda bylt
inguna og steig í sæng með Vinstri grænum með aðstoð
Framsóknarflokksins. Og viti menn; hefnd in var innan
seilingar.
Það verður seint sagt um Jóhönnu Sigurðardóttur
að hún sé leiðtogi. Hún kann að hafa verið duglegur
liðsmaður, en leiðtogi er hún ekki. Einkenni sterkra
leiðtoga er að gera réttu hlutina, en stjórnendur og
almennir liðsmenn gera hlutina rétt. Vissulega er þetta
ein föld framsetning en engu að síður notuð í umræðum
um stjórnun og orðalagið á ættir að rekja til Peters F.
Druckers; þekkts fræðimanns um stjórnun. Jóhanna
hefur heldur ekki þá persónutöfra, sjálfstraust, eldmóð
og hæfileika til að umgangast fólk sem einkennir góða
leiðtoga. Hún kemur fram sem einfari án færni í sam
skiptum.
Hvað er árangursrík forysta? Forysta snýst um fólk. Til
að geta leitt fólk þarf færni í samskiptum. Árangursrík
forysta er því að ná árangri með fólki með því að leiða
það til góðra hluta af færni. Lao Tse, kínverskur heim
spekingur sem var uppi 600 árum fyrir Krist, sagði að
góður leiðtogi væri maður sem gæti leitt fólk að rétta
markmiðinu. Hann byggi til rétta umgjörð fyrir fólkið,
svo það næði markmiði leiðtogans og eigin markmiðum
í leiðinni. Leiðtoginn léti annars ekki mikið fyrir sér
fara og að fólk hefði það á tilfinningunni þegar árangur
næðist að það hefði gert þetta sjálft og segði: Okkur
tókst það! Þetta á jafnt við um leiðtoga innan fyrirtækja
og ríkisstjórna. Ríkisstjórnir eiga að láta lítið fyrir sér fara
en skapa rétta umgjörð til að fyrirtæki og starfsmenn
þeirra nái árangri með orðunum: Okkur tókst það!
Sem forsætisráðherra hefur Jóhanna komið fram sem
ráðherra hefnda og átaka og reynt að koma mörgum
átakamálum í gegn með hnefanum. Hún hefði átt að
setja fjögur til fimm mál á oddinn sem forgangsmál
þegar hún tók við sem forsætisráðherra – og öll hefðu
þau átt að snúast um að rífa atvinnulífið upp eftir hrunið
og laga þann skuldavanda sem við var að eiga. Það var
verkefnið; að fá fólk og fyrirtæki til að ganga í takt upp
úr öldudalnum. Þess í stað valdi hún þá leið að hækka
skatta á fólk og fyrirtæki sem dregur úr bæði vilja og
getu til að standa sig. Oftar en ekki virðist sem henni
sé illa við velgengni fyrirtækja í einkarekstri. Henni
virðist sérstaklega í nöp við sjávarútveginn, stóriðjuna
og ferðaþjónustuna, einmitt þær atvinnugreinar sem
skapa gjaldeyri og útflutningsverðmæti – og eru undir
staða þess hagvaxtar sem hún þó gumar af að hafa
náð frá árinu 2011. Ríkisstjórn hennar hefur eytt allt
of miklu púðri í mál sem valda deilum og sundrungu
frekar en samhug á örlagastundu; mál eins og Icesave,
stjórnlagaráð og málsóknina gegn Geir H. Haarde.
Jóhanna hefur þótt dugleg kona og hún hefur haft
á sér stimpil heiðarleika. Dugleg er hún örugglega en
efast má um að hún geri réttu hlutina. Eftir að ríkis
stjórn hennar var það svo mikið kappsmál að setja
Geir H. Haarde á sakamannabekk tók ég að efast um
heiðarleika hennar. Hún fór gegn forsætisráðherra í
ríkisstjórn sem hún sat sjálf í og þóttist enga ábyrgð hafa
borið á einu né neinu. Tökum það samt út fyrir sviga.
Óheiðarleiki hennar fólst ekki síst í því að hún talaði
alltaf sjálf opinberlega eins og hún væri algjörlega á
móti málsókninni á meðan hún lét fótgönguliða sína
klára málið og draga Geir fyrir dóm. Þetta var pólitísk
ákæra; óþverrabragð. Þarna var hún tvöföld í roðinu.
Réttlætið sigraði sem betur fer og Geir vann nánast
fullnaðarsigur í þessu máli.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur skrifað sig inn í sögu
bækurnar sem fyrsta konan sem gegnir embætti for
sætis ráðherra á Íslandi. Enginn nær slíkum árangri
nema hafa eitthvað til brunns að bera, það segir sig
sjálft. Hún segist ekki hafa sóst eftir þessari vegtyllu og
hún sá hana aldrei fyrir, en hún var augljóslega rétta
konan, á réttum stað og á réttum tíma. „Minn tími mun
koma“ urðu fleyg orð. Þar hafði hún rétt fyrir sér. Það
hefur hún einnig þegar hún segir að það sé kominn tími
til að hætta.
Minn tími mun koma
Jón G. Hauksson
Sem forsætis
ráðherra
hefur Jóhanna
komið fram
sem ráð herra
hefnda og
átaka.
Leiðari