Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 8

Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 8
8 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 FjármáL FjárFestum mismunað Einstaklingar í fjárfestingum sitja ekki við sama borð og lífeyrissjóðirnir TexTi: Jón G. Hauksson • Lífeyrissjóðir greiða hvorki fjármagnstekjuskatt né auðlegðarskatt enda sá síðarnefndi eingöngu lagður á einstaklinga. Einstaklingar sitja ekki við sama borð og lífeyr issjóðirnir í fjárfestingum. • Er verið að brjóta jafnræðisregluna? • Auðlegðarskatturinn er að soga burt allan arð einstaklinga og almennra hluthafa en ekki líf eyrissjóða. • Er auðlegðarskatturinn að fæla íslenska fjárfesta til útlanda, Sviss og Lúxemborgar? • Ætti að láta hlutafélögin sjálf greiða auðlegð arskattinn frekar en hluthafana? F járfestum er mismunað veru ­ lega í sköttum. Ein stakl ingar og félög í eigu einstakl inga sitja ekki við sama borð og lífeyrissjóðir í fjár fest ingum. Líf eyris sjóðir greiða hvorki fjármagns ­ tekju skatt af arði né auð legðar skatt en síðar nefndi skatturinn er eingöngu lagð ­ ur á einstaklinga og hjón og miðast við skattalega eign. Auð legðar skatt urinn er í raun að soga burt allan arð einstaklinga af fjárfestingum og ýtir undir að þeir flytji lögheimili sitt til útlanda, landa eins og Sviss og Lúxemborg þar sem þeir losna við þessa skatta vegna tví­ sköttunar samninga. Við birtum hér nokkur dæmi um þessa mismunun. Lesendur sjálfur geta svo leikið sér með hvaða tölur og fjár ­ hæðir sem er. Eitt dæmið sýnir að með ­ an lífeyrissjóðir greiða enga skatta af vöxtum af innstæðu í banka þurfa eigna ­ mikil hjón sem fjárfesta á eigin vegum eða í gegnum félag sitt að greiða 86% í skatta af tekjum af banka inn stæð unni sem og eigninni sjálfri. Þessi staða er komin upp þegar aldrei hefur verið eins mikilvægt að draga fjár ­ festa að atvinnulífinu og halda þeim á Íslandi. Það er ljóst að ef ekki væri fyrir gjaldeyrishöft ýtti auðlegðarskatturinn einn og sér á eignafólk að flytja fé sitt úr landi. Aðeins sex fyrirtæki eru skráð á hluta bréfamarkað í kauphöll hér á landi. Við mat á verðmæti hlutabréfa í þeim er stuðst við markaðsvirði í árslok. Sé félag hins vegar ekki skráð í kauphöll skal telja fram hlutdeild í skattalegu bókfærðu eigin fé félagsins. Þetta þýðir með öðr ­ um orðum að stöndugt fyrirtæki með mikið skattalegt bókfært eigið fé er hátt metið og eigendur bréfanna greiða auð ­ legðarskatt af eigin fé hlutafélagsins sem þeir að öllu eðlilegu hafa ekki aðgang að. AUðleGðArskAttUr eINGöNGU á eINstAklINGA Spyrja má sig hvort ekki væri eðlilegra að auðlegðarskatturinn legðist á hlutafélagið fyrst á annað borð er verið að miða við A. 500 mkr. innstæða í banka tökum dæmi af hjónum sem eiga 500 milljónir í banka og 200 milljónir í öðr um eignum. (Hrein skatta leg eign umfram þrepið er því 500 mill jóna króna bankainnstæðan.) við skulum bera ávöxt­ un hjónanna saman við lífeyrissjóð sem á sömu fjár hæð inni á banka reikningi og fær sömu vaxtatekjur. Gef um okkur að ársvextirnir séu 3,0% en samkvæmt heimildum Frjálsrar verslunar er mjög sjaldgæft að fjárfestar fái meiri ávöxtun en það hjá bönkunum. ársvextirnir af bankainnstæðunni eru 15 milljónir hjá báðum aðilum – en raunverulegur arður mjög misjafn. Nettótekjur lífeyrissjóðsins eru 15 millj­ ónir af þessari inn eign (greiðir ekkert í skatta) en nettó tekjur hjónanna af innstæðunni eru 2,1 milljón króna. Það er vegna þess að þau greiða 2,9 milljónir í fjármagnstekjuskatt og 10 milljónir í auðlegðarskatt (miðast við eign um áramót og skatturinn kemur til greiðslu á næsta ári). Með öðrum orðum; hjónin fá 15 millj ónir í vaxta tekjur á ári af bankaeigninni en þurfa að greiða 12,9 milljónir á ári af henni í skatta, eða 86%. B. 500 mkr. eign í hlutafélagi Gefum okkur núna að stóreignahjónin og lífeyris sjóð irnir eigi í hlutafélagi en ekki innstæðu í banka. Hlutafélagið greiðir út 15 milljónir í arð. Hjónin eiga skattalega eign í hlutafélaginu upp á 500 milljónir króna eins og lífeyrissjóðurinn og 200 milljónir í öðrum eignum eins og húsnæði. Útkoman er sú að hjónin þurfa að greiða 10 milljónir í auðlegðarskatt á næsta ári af eign sinni í fyrir tæk inu en lífeyrissjóð urinn ekki neitt. Þá þurfa þau að greiða 3 milljónir í fjármagns­ tekjuskatt. Alls 13 milljónir í skatta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.