Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 10

Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 10
10 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 Í stuttu máli BÆTTU SMÁ DENVER Í LÍF ÞITT Verð frá 44.900 kr. Þessi ferð gefur frá 2.700 til 8.100 Vildarpunkta aðra leiðina. + Bókaðu núna á icelandair.is Lögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaup ­þingi, Bjarn freður H. Ólafsson, er sömu leiðis ákærður og þess krafist að hann verði sviptur lögmanns ­ rétt indum. Tvímenn ing unum er gefið að sök að hafa beitt blekkingum til að tryggja yfir ­ ráð yfir Exista. Það vekur athygli að þetta er kæra vegna gjörnings eftir banka hrun, eða í desember 2008 þegar hlutafé í Exista var aukið um 50 milljarða króna og þeir bræður í Bakkavör tryggðu sér það. Lýði er gefið að sök stórfellt brot á hlutafélagalögum með því að greiða einungis einn milljarð króna. Milljarðurinn kom frá Lýsingu hf., sem var félag í eigu Exista, í formi láns en samkvæmt ákæru rann upphæðin aldrei inn í rekstur Exista. Bjarnfreður H. Ólafsson, héraðs dómslögmaður og fyrr ­ verandi stjórnarmaður hjá Kaupþingi, sendi sama dag og gengið var frá kaupunum að undirlagi Lýðs villandi tilkynningu til ríkisskattstjóra og Verðbréfaskráningar Íslands um að hlutafé Exista hefði verið aukið um fimmtíu milljarða króna sem greitt hefði verið fyrir að fullu. Ólöf Nordal, vara­formaður Sjálf ­stæðis flokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á næsta landsfundi og hættir á þingi í vor. Hún hyggst flytja til Sviss en Tómas Már Sigurðsson, eiginmaður hennar, tók fyrr á árinu við sem forstjóri Alcoa í Evrópu og eru höfuðstöðvarnar í Sviss. lýður Guðmundsson ákærður Ólöf flyst til sviss tvær þyrlur oG kaf­ bátur um borð Sérstakur saksóknari hefur ákært lýð Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann exista, fyrir stórfellt brot gegn hlutafélagalögum. Lýður Guðmundsson. Ólöf Nordal. Octopus, lystisnekkja milljarðamæringsins Pauls Allens, eins af stofnendum Microsoft, lá um nokkurt skeið á ytri höfninni í Reykjavík í sumar og var í huga sumra orðin eins konar „stofu­prýði“ í höfninni. Octopus hefur haft viðkomu í Reykjavík undanfarin sumur. Um mitt sumar tók Allen þátt í leiðangri konunglega breska sjóhersins á Octopus að flaki herskipsins HMS Hood sem var skotið niður af þýska herskip­ inu Bismarck árið 1941 á Danmerkursundi milli Grænlands og Íslands. Octopus, lystisnekkja Allens, er 4.141 fet á lengd og hefur að geyma tvær þyrlur, fjarstýrð köfunartæki og kafbát. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Allen býður snekkjuna fram til leitarstarfa því í apríl síðastliðnum lánaði hann skipið til leitar í Kyrrahafi eftir að flugvél hvarf á þeim slóðum. Octopus, lystisnekkja Pauls Allens, hefur verið áberandi í ytri höfninni í sumar.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.