Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 16

Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 16
16 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 Starfsmenn Marels söfnuðu yfir sex milljónum. Ingólfur Örn Guðmundsson gekk í 3 klst á holl enskum klossum. sEx milljÓnir söfnuðust Í tour dE marEl Í stuttu máli Um 500 starfsmenn Marels um allan heim söfnuðu nýlega yfir sex milljónum króna til góð gerðarmála á fyrsta alþjóðlega Tour de Marel­fjáröflunardeginum 15. september sl. þar sem starfsmenn í 21 starfsstöð Marels í heiminum komu saman með fjölskyldum og vin um til að safna áheitum með íþrótta iðk un. Yfir tvær milljónir söfnuðust á Íslandi og rann sú fjárhæð óskipt til Krabba meinsfélags Íslands. Á meðal íþróttagreina sem starfsmenn Marels á Tour de Marel­deginum tóku þátt í voru hlaup, sund, hjólreiðar, knattspyrna, bootcamp og borðspil. Theo Hoen, forstjóri Marels, hjólaði þennan dag t.d. 120 kílómetra til styrkt ar góðgerðarmálum í Hollandi. „Tour de Marel endurspeglar mikilvæg gildi sem við trúum á: Teym isvinnu og skuldbindingu ásamt húmor og skemmtun,“ segir Theo Hoen. Um 150 manns tóku þátt í Tour de Marel á Íslandi í fimm íþróttagreinum; 10 kílómetra hlaupi, 20 kílómetra hjól reiðum, þriggja klukkustunda göngu, golfi og bootcamp­þrautabraut. Auk þessa sýndu um 1.000 manns stuðn ing í verki og keyptu nýútgefinn geisla­ disk Marel Blues Project, en ágóði þeirrar sölu rennur til styrktar góðum málefnum um allan heim.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.