Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 25

Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 25
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 25 Ásta Bjarnadóttir segir að oft sé spurt hvort betra sé að ráða for­stjóra að utan með nýja og ferska þekkingu eða hvort ráða eigi innanhússmann sem þekki vel bæði rekstur og viðskiptavini. „Ráðningarfyrirtækið Spen­ cer Stuart gerði rannsókn á þrjú hundr uð forstjóraskiptum í Banda ríkjunum á fjögurra ára tímabili. Nýráðnum forstjórunum var skipt í fimm flokka eftir því hvaðan þeir höfðu verið ráðnir, þ.e. innanhússmenn, utanhúss­ menn, stjórnendur í fyrirtækjun­ um sjálfum, fyrrverandi starf­ smenn fyrirtækjanna og loks aðilar sem nýlega höfðu hafið störf hjá fyrirtækjunum. Árang­ urinn af starfi þeirra var síðan metinn út frá arði til hluthafa, þróun tekna og þróun hagnaðar auk mælikvarða á nýsköpun og ímynd. Niðurstaðan var að ef rekstur fyrirtækjanna hafði gengið vel fyrir forstjóraskiptin þá kom betur út að ráða innan­ hússaðila en ef fyrirtækin voru í vanda kom betur út að ráða utanhússmann. Þetta er rökrétt í ljósi þess að oft er auðveldara fyrir utanhússmann að taka á vanda málum. Í heild náðist samt besti árang­urinn hjá fyrirtækjunum sem réðu fyrrverandi stjórnarmann sinn sem forstjóra. Þessi niður ­ staða kemur nokkuð á óvart því oft er litið á það sem neyðarráð­ stöfun að ráða stjórnarmann ef t.d. forstjóraleit gengur ekki nógu vel. Stundum er ráðning af þess ­ um toga jafnvel gagnrýnd sem misnotkun á aðstöðu. Ár ang urinn skýrist líklega af hinum gullna meðalvegi; stjórnarmaður sem verður forstjóri hefur góða yfir ­ sýn yfir fyrirtækið en er samt ekki of bundinn af öllu því gaml a.“ Lýðræði á sér margar hliðar. Víðasta skilgrein­ing hugtaksins er e.t.v. sú að lýðræði sé aðferð sem leyfi sem flestum að koma að opinberri ákvarðanatöku og stefnumótun. Við sjáum lýðræðið t.d. í framkvæmd í kosningum þegar kjósendur velja á milli stjórn málaflokka og forystu­ manna þeirra, oftast í þeirri von að þeir efni kosningaloforðin. Í þessum efnum vandast málið hins vegar ef tvo eða fleiri flokka þarf til að mynda ríkisstjórn. Þá kann niðurstaða málamiðlana á milli samstarfsflokkanna að vera fjarri ýtrustu kosningaloforðum og jafnvel álitin vera svik við kjósendur einstakra flokka.“ Stefanía segir að ríkisstjórn sem samanstendur af ein ­ um flokki sé síður líkleg til að standa frammi fyrir brigslum um vanefnd ir á kosningaloforð ­ um. „Engu að síður er stefna slíkrar stjórnar líka niðurstaða málamiðlana sem stöðugt eiga sér stað á milli hópa sem mynda uppistöðu flokksins og úr samfé­ laginu öllu. Stefna stórra flokka, sem eru flokkar sem njóta mikils fylgis, er líka augljóslega sett fram til að laða að sem flesta kjósendur. Af því leiðir að það er afar ósennilegt að stefna sem er álitin öfgastefna innan samfélagins einkenni stefnu vinsælla flokka. Einfald lega vegna þess að skilgreining á öfgum er hegðun eða skoðanir sem eru fyrir utan ramma hins venjulega.“ Aliko Dangote var smá ­strákur þegar hann byrjaði í viðskiptum. Að selja slikkerí. Og hann er enn í sykrinum því að fyrirtækið sem hann hefur byggt upp, Dangote Group, er meðal stærstu framleiðenda í heimi á sykri og nánast einrátt á sínum heimamarkaði, í Nígeríu. Segja má að fyrirtækið standi undir nafni sem „grúppa“ en meðal rekstrareininga eru sementfram­ leiðsla, saltvinnsla, hveitifram­ leiðsla, fjarskipti, fasteignir og flutningastarfsemi. Fyrirtækið er öflugasta fyrirtækjasamsteypan í Vestur­Afríku með starfsemi í fjórtán löndum. Dangote er á pappírunum talinn ríkasti mað ur Afríku og hefur náð að setja mark sitt á lista Forbes yfir auð ugustu einstaklinga í heimi. Hann hefur sjálfur sett markið tiltölulega hátt og vill verða áhrifa ríkasti viðskiptamaður í heimi. Hann hefur uppi áætlanir um að verja miklu fé í fjárfesting­ ar í námuvinnslu, innviðum og efnaiðnaði. Gagnrýnendur Dan­ gotes telja að hin miklu umsvif hans hamli samkeppni. Hann hefur heldur ekki legið á liði sínu í fjárstuðningi við ráðandi stjórn­ málaafl, Lýðræðisflokk fólksins. Dangote hefur ekki sömu áhyggj­ ur og telur einfaldlega að ef menn séu í viðskiptum verði að rækta sambandið við stjórnvöld. Hvernig geti menn annars búist við að á þá verði hlustað?“ Forstjóri að utan eða innan? Múraði forstjórinn Málamiðlanir eða öfgar dr. ásTa bJarnadóTTir – ráðgjafi hjá Capacent MANNAUÐS- STJÓRNUN lofTur ólafsson – sérfræðingur hjá Íslandssjóðum ERLENDI FORSTJÓRINN dr. sTEfanÍa óskarsdóTTir – lektor við HÍ STJÓRNMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.