Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 28

Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 28
28 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 Gunnur Helgadóttir er framkvæmdastjóri Vistor sem er stærsta lyfjaheild­ sala landsins og leiðandi fyrir tæki á sviði markaðssetningar á lyfjum. Fyrirtækið er í samstarfi við fjölda al þjóðlegra lyfja fyrir tækja sem eru í forystu fyrir þróun og rannsóknir á nýjum lyfjum. Gunn ur starfaði sem hjúkrunarfræð ingur áð ur en hún fór að vinna hjá Vistor fyrir hartnær tíu ár um. Vinnan í Vistor vakti frekari áhuga á við skipt um og stjórnun og samhliða starfi sínu fór hún í MBA­nám í Há skól anum í Reykjavík Ég var bókaormur og var í ballett og fimleikum. Ég var og er alæta á bækur og las á æskuárunum m.a. Fimm fræknu­bækurnar af áhuga og á unglingsárunum las ég til dæmis allar bækur Þórbergs Þórð arsonar.“ Hún fór í Menntaskólann við Hamrahlíð – valdi náttúrufræði­ braut – og fann að áhuginn beindist að heilbrigðisgeiranum og raunvísindum. Hún varð stúdent vorið 1983 og þá um veturinn hóf hún nám í hjúkr­ unarfræði við Háskóla Íslands. „Mér fannst praktískt að fara í hjúkrunarfræði, fag þar sem ég var örugg um að fá vinnu.“ Eiginmaðurinn, Baldvin Kristjánsson, var að klára nám í læknisfræði á sama tíma og Gunnur var að byrja í hjúkr­ unar fræði og þegar Gunnur út skrifaðist úr hjúkrunarfræðinni árið 1989 voru þau hjónin búin að eignast tvö börn – og þá flutti fjölskyldan til Svíþjóðar þar sem Baldvin fór í sérnám. Þau bjuggu í Svíþjóð í tólf ár en þriðja barnið fæddist þar í landi. „Ég var í hlutastarfi á meðan börnin voru lítil en fyrst eftir að við fluttum út vann ég á öldr un­ ardeild og síðar á háls­, nef­ og eyrnadeild með viðkomu á augn deild. Síðar vann ég á gjör ­ gæsludeild og loks sem hjúkr ­ unarforstjóri á hjúkrunarheimili.“ Börnin uxu úr grasi og að því kom að það elsta færi í menntaskóla. „Við veltum því fyrir okkur hvort við ættum að flytja til Íslands; fjölskyldan heima var líka farin að toga í okkur.“ Jú, það var ákveðið að flytja til Íslands og haustið 2000 flutti fimm manna fjölskyldan, sem hafði upplifað ýmis ævintýri í landi Emils og Línu, til landsins. mArkAðsstJÓrI vArð FrAmkvæmDAstJÓrI „Ég vann á augndeild Land­ spítalans í eitt ár eftir að við fluttum heim en fór svo að vinna hjá LaserSjón og þar var ég í eitt og hálft ár áður en ég ákvað að prófa eitthvað allt annað en hjúkrun.“ Gunnur hóf störf hjá Vistor sem sölufulltrúi í einni markaðs­ deildinni en hún var í því starfi í fjögur ár. „Ég var orðin leið á að vinna vaktavinnu og langaði til að takast á við ný verkefni. Reynsla mín í heilbrigðisgeir­ anum nýttist vel í starfinu hjá Vistor. Það hvatti mig til dáða að vinna hjá Vistor og til að takast á við nýjar áskoranir og víkka sjóndeildarhringinn. Ég fór því í MBA­nám við Háskólann í Reykjavík og vann í hlutastarfi með námi. Mér fannst mjög skemmtilegt og spennandi að koma inn í umhverfi þar sem fólk frá mismunandi greinum atvinnu lífsins stundaði nám sam­ an og lærði líka hvað af öðru.“ Gunnur útskrifaðist árið 2006 og fljótlega eftir það varð hún markaðsstjóri hjá Vistor. „Það var mjög skemmtilegt starf. Ég fékk að vaxa með því og það sem ég hafði lært í náminu nýtt ist vel og mér fannst það forréttindi að fá að takast á við ný verkefni.“ Það var svo í janúar á þessu ári sem Gunn ur tók við framkvæmda­ stjórastöðu fyrir tækisins. „Vistor hefur verið vel rekið í gegn um árin og ég vildi ekki koll varpa einhverju sem er í góð um farvegi. En auðvitað er ég með hugmyndir til að móta fram tíðarstefnu fyrirtækisins í breyttu umhverfi. Það eru t.d. miklar sparnaðarkröfur almennt í heilbrigðisgeiranum. Birgj­ TexTi: svava JónsdóTTir / mynd: Geir ólafsson oG fleiri nærmynd Ég skiPa Ekki fyrir Gunnur Helgadóttir:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.