Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 31

Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 31
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 31 hrokafullir og yfirgangssamir sem reynist yfirleitt ekki vel til lengdar. „Grundvöllurinn verður alltaf að vera þekking og kunnátta. Maður sem ekkert kann getur ekki orðið leiðtogi, sama hvað hann reynir,“ segir Lars. „Það er ekki alltaf hægt að þekkja leiðtoga á framkomunni einni. Framkoma þeirra getur verið mjög ólík. Lýðskrumarinn verður aldrei góður leiðtogi en góður leiðtogi getur verið ákveðinn og ekki alltaf tillits­ sam ur – en samt leiðtogi.“ Í heimalandi sínu segir Lars að Anders Borg fjármálaráðherra sé augljós leiðtogatýpa þótt hann sé alltaf hófstilltur. „Ég er auðvitað ekki alltaf sammála honum en leiðtogahæfileikar hans eru ótvíræðir. Hann er heiðar legur og nýtur virðingar,“ segir Lars en finnst að öðru leyti miður að ekki skuli vera fleiri leiðtogar í sænsku atvinnulífi. Þeir voru áberandi áður. eINHæF reYNslA Úr bOltANUm En hvað með íþróttir og at ­ vinnu líf? Nýtist reynsla af leikvelli manni þegar út í at­ vinnu líf er komið? „Auðvitað eru einhver not af þeirri reynslu þótt þetta sé mjög einstaklingsbundið,“ segir Lars. „Oft er reynslan úr íþróttum mjög takmörkuð og ekki endi ­ lega hægt að yfirfæra hana á ný svið. Það eru svo margir aðrir persónulegir eigin leikar sem skipta máli. Öll reynsla er góð og það er gott að hafa unnið saman í hópi, en góður íþróttamaður verður ekki endi ­ lega góður stjórnandi.“ FáAr eINFAlDAr reGlUr Eitt af því sem íþróttamaður lærir er agi. Án aga nær enginn langt. Það er góð reynsla fyrir mann sem síðar vill ná langt í atvinnulífi. En hvaða reglur hefur Lars um aga í sínu liði? „Ég hef ekki trú á mörgum reglum. Reglur eiga að vera fáar og einfaldar en vissar reglur verða að vera,“ segir Lars. „Það er einföld og skýr regla að leikmenn neyta ekki áfengis fyrir leik. Punktur. En það er ekki hægt að byggja upp aga með reglum. Þar hef ég meiri trú á lýðræðislegum að ferðum. Ag ­ inn er á ábyrgð ein stakl ing anna. Það verður að höfða til ábyrgðar þeirra.“ vANtAr tímA í tApIð Og hópurinn verður að læra að vinna saman. Þar er meðal annars mikilvægt að vinna saman úr tapi. „Sumir verða betri af mótlæti en það er ekki algilt. Því þarf liðið sem heild að vinna úr tapi. Þetta á jafnt við um fólboltalið og fyrirtæki sem miss ir af verkefni,“ segir Lars. Hann segir að þetta sé miklum vand kvæðum bundið hjá lands ­ liði. Allir leikmennirir hverfa heim til sinna félagsliða strax eftir leik og hittast svo ekki aft ur fyrr en að mörgum vikum liðn um. „Hjá félagsliði er þetta auð ­ veld ara því þar er liðið alltaf saman. Þetta er einn af göllum þess að vera með landslið,“ segir Lars Lagerbäck. Látum stjörnurnar njóta sín lars lagerbäck Fæddist 16. júlí 1948 í Katrinehólm, sunnan Stokkhólms. Flutti ungur til Norður-Svíþjóðar. Fótboltamaður frá táningsaldri. Í meistaraflokki Gimones í 3. deild 1970 til 1974. Nemandi við sænska íþróttaháskólann 1974 til 1977. Próf í knattspyrnuþjálfun. Þjálfari hjá ýmsum félagsliðum í Svíþjóð frá 1977 til 1990. Þjálfari hjá unglingalandsliðum Svía 1990 til 1998. Aðstoðarlandsliðsþjálfari 1998 til 2000. Landsliðsþjálfari Svía 2000 til 2009. Landsliðsþjálfari Nígeríu 2010. Landsliðsþjálfari Íslands frá hausti 2011. Öll reynsla er góð og það er gott að hafa unnið saman í hópi, en góður íþróttamaður verður ekki endilega góður stjórnandi. Lars Lagerbäck hefur tekið við íslenska landsliðinu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.