Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.07.2012, Qupperneq 34
34 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 Y-kYNslÓðIN 1. Leggur áherslu á persónuleg mark­ mið og starfsþróun. 2. Vill fá tækifæri til að eflast og þró­ ast persónulega. 3. Vill efla starfshæfni sína, óháð því starfi sem hún sinnir í augna­ blikinu. 4. Vill fá tækifæri til að stunda nám sam hliða starfi. 5. Vill nýta sér stjórnendaþjálfun. Erl endar rannsóknir sýna að einstaklingar af þessari kyn slóð kunna vel að meta stjórnenda ­ þjálf un (Coaching). Þeir sem hafa fengið tækifæri til að nýta sér slíka þjálf un upplifa umtalsvert meiri starfsánægju en þeir sem ekki hafi fengið tækifæri til þess. 6. Vill að fyrirtæki styðji þau í þátt­ töku í fagfélögum eða hópum sambærilegum við það sem við þekkjum hérlendis t.d. í Stjórnvísi og Dokkunni. 7. Vill fríðindi sem snúa að heilsu og hreysti. Hafa verður í huga að fátt er það sem öllum líkar og því er alltaf þörf á einhverri fjölbreytni. 8. Hefur þörf fyrir endurgjöf en of þröngar skorður, svo sem skipu­ lögð starfsmannasamtöl, eru ekki endilega besta leiðin. Finna þarf hvað hentar hverjum og einum. 9. Leggur ríka áherslu á vinna fyrir góðan málstað og við það sem þau trúa á. Þau vilja að fyrirtæki hafi góð gildi og sýni ábyrgð í verki bæði gagnvart samfélagi og umhverfi. 10. Vill heilsusamlegt og gott starfs­ umhverfi sem veitir hvatningu og innblástur. Samfélagsmiðlar og rafræn tengsl eru sjálfsagður hluti tilveru Y­kynslóðarinnar. Það er mikilvægt að vera opinn fyrir hugmyndum þeirra um tækninýjungar sem geta eflt og bætt samskipti á vinnu­ staðnum og við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila utan fyrirtækisins. En mikilvægt er að muna að þó að þessi kyn slóð nýti rafræna samskiptamiðla í miklum mæli hefur hún ekki minni þarfir en aðrir varðandi persónulega endurgjöf og samskipti við stjórnendur, augliti til auglitis. Að þessu þarf að hyggja ef efla á áhugann. stJÓrNeNDUr FrAmtíðArINNAr En þegar fram líða stundir og þessi kyn slóð tekur í auknum mæli við stjórnar taum um, hvers er þá að vænta? Sagan segir að þess megi vænta að þau leggi meiri áherslu á samstarf og árangur heild ar innar en fram úrskarandi árangur ein stakl inga. Meiri áhersla verði lögð á að skapa fram ­ úrskarandi gæði en einungis að sigra í sam keppninni. Stjórnendur framtíðarinnar munu bera aukna virðingu fyrir einstaklings bundn ­ um mun og veita svigrúm varðandi ólíkar vinnuaðferðir og vinnutíma. Skörp skil milli vinnutíma og frítíma munu dofna og sveigjanleiki til að vinna að heiman eða utan vinnustaðarins aukast. Fólk verður tengt vinnustaðnum gegnum tölv ur og síma og svarar hvenær sem er sólarhrings. Þannig getur orðið enn erfið­ ara að losna frá vinnunni þótt þú sért í raun fjarverandi. Stjórnendur af þessari kynslóð leita að tækifærum, ekki vinnustað. Það þýð ir ekki að þeir séu ekki tilbúnir í skuldbindingar heldur eru þeir stöðugt í þekkingarleit. Að hafa unnið á mörgum vinnustöðum á skömmum tíma mun þess vegna ekki endilega þykja ókostur. Sagt er um þessa kynslóð að hún vinni til að lifa, frekar en að lifa til að vinna. Hún skilgreinir sig í meira mæli út frá því sem hún aðhefst utan vinnu en því sem hún starfar við. Löt eða ekki löt? Þessi kynslóð er líkleg til að leita stöðugt leiða til að ná meiri árangri á styttri tíma. Það mun ef til vill veita aukið svigrúm til að sinna áhugamálum og verja tíma með fjöl skyldunni. Hvort af þessu leiðir betri heimur, aukinn rekstrarárangur, aukin starfs ánægja eða betra vinnuumhverfi getur tím inn einn leitt í ljós. En eitt getum við verið viss um. Áður en við vitum af verður komin ný kynslóð nýaldarbarna út á vinnumarkaðinn sem mun storka viðteknum venjum og krefjast þess að við hugsum enn á ný allt upp á nýtt. Það heitir víst þróun sem í fyllingu tímans verður eflaust kölluð framfarir. Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Þróunarsetrið Eldey á Ásbrú býður frumkvöðlum og fyrirtækjum með nýsköp un ar verkefni sem þarfnast stærra rýmis að leigja frábæra aðstöðu á hag stæðu verði. Í Eldey gefst skapandi einstaklingum og fyrir tækjum tækifæri til að fá stuðning, fræðslu og ráðgjöf til að hrinda hug myndum sínum í fram kvæmd, og um leið tækifæri til að efla tengs lanet sitt og finna mögu lega samstarf saðila. Tæplega 30 fyrirtæki og samtök hafa í dag aðstöðu í Eldey sem gerir þetta að einu af mest spennandi þróunarsetrum landsins. Þróunarsetrið Eldey er rekið af Heklunni, Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja. Nánari upplýsingar á asbru.is og heklan.is Stórar hugmyndir þurfa mikið pláss P IP A R \T B W A -S ÍA - 1 2 2 6 2 4 stjórnun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.