Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 48

Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 48
48 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 frumkvöðuLL ÞAð er ábYrGð Að verA Magnús Scheving fékk hugmynd, þróaði hana og varð einn þekktasti frumkvöðull landsins en ævintýrin í Latabæ og boðskapurinn sem hann setur fram hafa haft áhrif út um nær allan heim. Þótt fjölmiðlaris- inn Turner hafi fest kaup á meirihlutanum í fyrirtækinu situr Magnús enn við stjórnvölinn. Það er líf og fjör í Latabæ. Fjöldi manns er í kring um sviðið og stúlkan sem leikur Sollu stirðu endurtekur sama atriðið nokkrum sinnum þar til allir eru orðnir ánægðir. Magnús Scheving er klæddur jakkafötum og stjórnar af öryggi. Hann er kominn heim nokkrum klukkutímum síðar; tveir tímar í miðnætti. Þessir upptökudagar eru langir. Hann býður til stofu og logar í arninum. Hann sat í stof unni fyrir um tuttugu árum þegar hann fékk hugmyndina að Latabæ. Mikið vatn hefur runn ið til sjávar síðan þá og hef ur boð­ skapur Latabæjar haft áhrif á milljónir manna út um all an heim. „Ég held að vissir hlutir spretti úr vissu umhverfi. Sprotafyrir­ tæki spretta ekki bara upp út af því að einhver einstaklingur er svona hugmyndaríkur. Þetta tengist umhverfinu, mennt un, styrkjakerfi og hvernig ríkis­ stjórn ir stuðla að nýsköpun. Ég held að allt hafi sinn stað og stund og það skiptir máli að við komandi sé á réttum stað á rétt um tíma.“ á réttum stað á röng- um tíma Magnús lagði áherslu á að fyrir tæki hans framleiddi skemmti efni fyrir börn þar sem boðskap urinn tengdist heils­ unni og vildi að fyrirtækið yrði þar fremst í flokki í heiminum. „Flestir hefðu væntanlega reynt að koma því til skila hvað fólk ætti að gera með því að segja það beint út. T.d. Þú skalt borða hollan mat! Ég vildi að Latibær hefði áhrif á hvað fólk gerði án þess að segja það beint. Þetta gerum við með því að koma skilaboð unum áleiðis í kringum sögurnar í hverjum þætti.“ Hann segir þetta hafi verið erfitt í byrjun. „Ég þurfti að vera með hugmyndina, framtíðar sýn ­ ina, ég þurfti að selja hugmynd ­ ina til að fá fjármagn og vinna í að kynna öðrum hugmyndina.“ Hann lagði áherslu á að vera inni í öllu. „Auðvitað á viðkom ­ andi að skipta sér af öllu. Hver ætti til dæmis að svara spurn ingu um hvort það séu fiðr ildi í Latabæ og hvort þau tali? Það veit það enginn nema höfundurinn. Ég þurfti að semja leikreglurnar. Það sem mér fannst mest spennandi var að mig langaði til að gera eitthvað sem var eiginlega ekki hægt að gera.“ Hann segir að hann hafi sett sér það markmið að uppbygg­ ing fyrirtækisins tæki um sextán ár. „Ég held ég hafi feilað um helming – þetta tekur þrjátíu ár. Ég held að eigandi Latabæjar, Turner, muni hagnast gríðarlega næstu þrjátíu árin. Heilsa er ekki að fara neitt. Ég held að við séum á réttum tíma en þegar Latibær hóf göngu sína höfðum við rétt fyrir okkur á röng um tíma. Það skildi enginn ná kvæmlega hvað við vorum að tala um.“ Vinnan hefur verið mikil þessi ár og segir Magnús að vel gengnin tengist um 99% harðri vinnu og einungis 1% sé tilkomið vegna snilligáfu. Þá tal ar hann um mikil ­ vægi „manns númer tvö“ sem í hans tilfelli er eigin kona hans, Ragnheiður Mel steð, sem hefur unnið mikið með honum. „Ég ráðlegg öllum frumkvöðlum að velja gott fólk með sér. Ég held að það sé aðal málið.“ turner keypti meiri- hlutann Erfiðar aðstæður á fjármála ­ mörk uðum gerðu Latabæ líka erfitt fyrir. Latibær fór í endur­ skipulagningu á resktrinum og efnahagnum sem fólst meðal í því að samið var við kröfuhafa. Þá var ætlunin að ná í öflugan samstarfsaðila sem gæti hjálp­ að til að auka virði félagsins og þá ekki bara fjárhagslegt virði, heldur einhvern sem gæti hjálp­ að félaginu að ná markmið ­ um sínum. Það gekk eftir og í fyrra keypti fjölmiðlarisinn Turner Broadcasting meirhluta fyrirtækisins. Magnús, sem á nú minnihlutann, er enn forstjóri fyrirtækisins og með samning um að leika íþróttaálfinn næstu tvö árin. Ekki höfðu verið teknir upp sjónvarpsþættir síðan 2006 þar til upptökur hófust í sum ar en gera á þrettán þætti auk þess sem kvikmynd er í burðar ­ liðnum. Það sem er erfiðast í þessu er að verð á barnaefni í sjónvarpi hefur farið niður á síðustu árum; maður fær ekki lengur borgað fyrir að búa til barnaefni og á mörgum stöðum er búið að banna auglýsingar í tengsl um við sýningu á barna­ efni sem mér finnst vera fárán­ legt. Það gerir það að verkum að sjónvarpsstöðvar eru ekki til búnar að borga fyrir efnið en kostnaður við að framleiða það hefur ekkert minnkað.“ Það er samt búið að vera brjá l að að gera, eins og Magn ­ ús orðar það, burtséð frá upp­ tök um á sjónvarpsþáttum. „Það er búið að setja upp Lata bæjarleikrit út um allan heim, það er búið að skrifa bæk­ ur, starfa með ríkisstjórnum og TexTi: svava JónsdóTTir og frumkvöðlar

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.