Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 52

Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 52
52 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 Guðjón Már Guðjóns­ son. „OZ ætlar sér stóra hluti þegar kem ur að dreifingu sjón varps til neytenda og ætlar að umbylta viðmótinu þannig að áhorfendur séu ekki lengur bundnir við að horfa á sjónvarpið inni í stofu á þeim tíma sem dagskrár­ stjór ar stöðvanna telja heppi legastan.“ Guðjón Már Guðjónsson, lengi kenndur við OZ, stofnaði fyrir þremur árum fyrirtæki sem þróar tækni fyrir stafræna dreifingu sjónvarpsefnis. Félagið hefur nú tryggt sér fyrra OZ-nafnið með skráningu vörumerkisins hér á landi ásamt kaupum á léninu oz.com. Félagið starfaði áður undir nafninu Medizza. sTAfræn DrEifinG sjónvArPsEfnisOZ OZ ætlar sér stóra hluti þegar kemur að dreif­ ingu sjónvarps til neytenda og ætlar að umbylta viðmótinu þann ig að áhorfendur séu ekki lengur bundnir við að horfa á sjónvarpið inni í stofu á þeim tíma sem dagskrárstjórar stöðv­ anna telja heppilegastan,“ segir Guðjón. „Ég hef síðustu tíu ár haft brennandi áhuga á að auka upp lifun almennings á af þrey ­ inga refni. Teymið hefur unnið í mörgum tæknilega krefj andi verkefnum á ýmsum stöð um í Evrópu þar sem við höf um verið að byggja upp nýja að­ ferð að koma háskerpusjón­ varps upplifun til neytenda; hugmyndin á bak við fyrirtækið er niðurstaðan af vinnu okkar síðustu tíu ár. Það er búið að kosta miklu til – bæði tíma og fjármunum – og þegar Jon S. von Tetzchner, stofnandi Opera, fjár festi í félaginu feng­ um við slagkraftinn til að koma þjón ustunni á neytandann og áhersl ur okkar hafa undanfarin ár verið í þá átt að brúa bil á milli væntinga unga fólksins og afþreyingariðnaðarins. Það er hinn almenni neytandi sem er við skiptavinur okkar á meðan mörg önnur fyrirtæki hlúa miklu frekar að þörfum fyrirtækja.“ og frumkvöðlar TexTi: svava JónsdóTTir

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.