Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 54

Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 54
54 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 Hjálmar Gíslason er upphafsmaðurinn að DataMarket en hann hefur áður komið sprotum á legg þar sem hugmyndin hefur verið að auð velda leit að upplýsingum. Þarna má nefna Spurl, sem síðar rann inn í Já­upplýsingaveitur. Hugmyndin með DataMarket er að setja fram tölulegar upplýsing­ ar af netinu með skýrum og skipu­ legum hætti. Hjálmar hefur kynnt þetta á Íslandi og frægt var þegar DataMarket gerði netnotendum kleift að reikna út kostnaðinn við að samþykja Icesave­frumvarpið. En markaðurinn fyrir hugbúnað DataMarket er ekki á Íslandi. Landsmenn eru sárafáir og vænt­ anlegir kaupendur þjónustunnar í útlöndum. Stjórn fyrirtækisins tók því þá ákvörðun að setja upp söluskrifstofu í Bandaríkjunum og byggja viðskiptahlið fyrirtækisins upp þar. Hjálmar býr því nú í Boston, fór í apríl í vor til að vera nær við­ skipta vinunuminnuna er hægt að vinna á Íslandi en markaðurinn er ytra,“ segir Hjálmar. „Þegar kemur að markaðsmálum er ekki nóg að vera með góða nettengingu. Það verður að hitta væntanlega viðskiptavini auglitis til aug litis. Ekkert kemur í staðinn fyrir persónulega fundi.“ langt frá öllum En það er hægt að fljúga bæði í austur og vestur frá Íslandi. Er það ekki nóg? „Ég er ekki sammála þeim sem sjá kostina við það að vera mitt á milli þessara markaða. Við erum langt frá öllum á Íslandi,“ segir Hjálmar. Hann er því farinn út til að byggja upp sölu­ og mark aðs starf á Boston­svæðinu. Hann segir einnig að samvinna við heima menn skipti miklu við markaðssetningu. Þeir þekkja betur til en aðkomumenn. Kaupendur þjónustunnar eru fyrst og fremst fyrirtæki sem sinna markaðsrannsóknum. Fyrir þau og viðskiptavini þeirra er mikilvægt að hafa skjótan og greiðan aðgang að tölulegum upplýsingum. DataMarket er þannig sproti sem er kominn að því að hasla sér völl á markaði. Hjálmar segir að hugmyndin gangi upp og nú sé spurning hvort fyrirtækið nái að vaxa. Hjálmar Gíslason er einn þeirra íslensku frumkvöðla sem leitað hafa til Ameríku. „Tæknivinnuna er hægt að vinna á Íslandi en markaðurinn er ytra.“ Þegar leitað er að tölulegum upplýsingum á Google koma upp tilvísanir á síður þar sem umbeðnar upp- lý singar er að finna. En oft dugar það skammt því síðurnar eru ótalmargar og upplýsingarnar í einum haug. Hugmyndin með DataMarket er að létta leitina að tölulegum upplýsingum. GOOGLe Hjálmar Gíslason er upphafsmaðurinn að DataMarket. fyrir Tölur Hjálmar Gíslason hjá DataMarket: Þorsteinn Friðriksson hjá Plain Vanilla Games: og frumkvöðlar TexTi: Gísli krisTJánsson

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.