Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 57

Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 57
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 57 „Það er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki í vexti að hafa aðgang að þessu tækniumhverfi og við það bætist svo að markaðurinn er stærstur í Bandaríkjunum.“ Kjartan Sverrisson og félagar hjá GuitarParty stefna á vöxt erlendis. stækka. Forritarar voru ráðnir í Litháen og einn sölumaður í San Francisco. Áhuginn kom að vestan og um mitt ár 2009 fór Davíð líka vestur. Hann hefur búið þar síðan. 200 manns í vinnu Núna eru starfsmenn orðnir 203, þar af 40 í Bandaríkjunum, 70 í Danmörku og afgang­ ur inn dreifður um víða veröld. Í þessum hópi eru Íslendingar auk Davíðs en fyrirtækið er alþjóðlegt. En af hverju flutningur til Ameríku? Er ekki sama hvar tölvufyrirtæki eru niðurkomin, bara ef þau hafa góða nettengingu? „Jú, fyrir frumkvöðla má segja að góð net­ tenging skipti meira máli en staðsetningin,“ segir Davíð. „En þegar fyrirtækið fer að vaxa skiptir æ meira máli að vera þar sem hlutirnir gerast. Og núna er það á svæðum eins og við San Francisco­flóann.“ Davíð nefnir í fyrsta lagi að auðvelt sé að fá bandaríska fjárfesta í lið með hátækni­ fyrir tækjum. Kreppan hefur leitt til þess að ávöxt un í bönkum er engin og þá reyna fjár­ festar að koma fé sínu í fyrirtæki sem geta gefið arð. Seðlabankinn bandaríski hefur einnig aukið peningamagn í umferð með seðlaprentun til að örva atvinnulífið. Kreppan hefur því haft góð áhrif á tæknigeirann. „Við þetta bætist svo að hér er líflegt tækni­ umhverfi, bæði háskólar og stór og þróuð fyrirtæki,“ segir Davíð. „Það er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki í vexti að hafa aðgang að þessu tækniumhverfi og við það bætist svo að markaðurinn er stærstur í Bandaríkjun­ um.“ Hugmyndin að baki Guitarparty hefur verið að þróast í fjögur ár og kom fyrst fram á netsvæðinu gítar- grip.is og það er enn til. Þörfin fyrir stærri markað hefur leitt til þess að nú er komin alþjóðleg útgáfa af síðunni og var hún í úrvalshópi Gulleggsins árið 2011. HasLa sér völl Á TExTAMArkAði Kjartan Sverrisson hjá Guitar­Party.com segir að núna séu not endur um 35 þúsund á Íslandi. Það má því segja að 10% íslensku þjóðarinnar noti vefinn reglulega, enda gítarleikur og söngur hálfgert þjóðartómstundagaman. En íslenskir notendur verða varla fleiri. Því er eina leiðin til að vaxa að komast á al þjóðlegan markað. Og þar eru Bandaríkin stærst. Núna er orðið til útibú vestra. Kjartan segir að það sé óhjákvæmilegt vegna banda rískra laga um höfundarrétt. Fyrirtækið er hins vegar ekki flutt úr landi og tæknivinn­ an er unnin heima. Norðurlönd eru líka spenn andi markaður. Á síðunni eru birt gítargrip, auk þess sem notandinn getur valið um að skipta þeim út fyrir ukulele­grip, en hljóðfærið ukulele nýtur vaxandi vinsælda. Einnig er búið að gera 172 kennslumyndbönd þar sem Þorgils Björg vinsson úr Sniglabandinu leiðbeinir gítar leikurunum. Alls eru rúmlega sjö þúsund lög komin á vefinn þegar þetta er skrifað. Upphafsmenn að GuitarParty.com eru þeir Sævar Öfjörð Magnússon og Arnar Tumi Þorsteinsson og eru þeir enn að. Fastir starfsmenn eru nú þrír auk lausamanna. Kjartan Sverrisson hjá GuitarParty.com:

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.