Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 58
58 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012
verða að stækka
Tekjurnar eru af auglýsingum og áskrift og
einnig af þjónustu, til dæmis við að koma
upp söngbókum. Áskriftargjöld fyrir þjónustu
á netinu eru hins vegar alltaf lág. Það þýðir
að notendur verða að vera mjög margir til
að reksturinn gefi vel af sér. Til að stækka
og komast áfram í harðri samkeppni þarf
bæði fjárfesta og sambönd. Kjartan segir að
tæknin hafi sannað sig og því ræðst framtíð
in af markaðsmálunum. Yfirleitt er það svo
að áhugasamir gítarleikarar leita á netinu
eftir gripum og textum og nota leitarvélar
eins og Google til þess að hefja leitina.
Því skiptir öllu máli að koma fyrstur upp
þegar spurt er um grip. Þá er gott að vita
hvernig leitarvélar vinna og er það sérgrein
Kjartans. Hann starfaði áður í markaðsdeild
Icelandair og vann þar ásamt starfsmönnum
Google að markaðssetningu vefja Iceland
air. Kjartan segir að meira en helmingur
umferðar á GuitarParty.com komi í gegnum
leitarvélar.
En það er ekki hægt að gera allt gegnum
netið og margt af því sem GuitarParty.com
stefnir á að gera næstu 12 mánuði krefst
þess að unnið sé persónulega með sam
starfs aðilum erlendis, persónuleg samskipti
ráða oft úrslitum um hvort viðskipti takast.
Til að þessi markmið náist er GuitarParty.
com að ræða við fjárfesta um fjármögnun
fyrirtækisins.
Eyþór Bender hóf feril sinn hjá Hewlett Packard í Þýskalandi en þar lærði hann viðskiptafræði.an lá leiðin til stoðtækjafyrirtækisins Össurar þar sem hann starfaði í
13 ár. Síðustu fimm árin hjá Össuri rak Eyþór
Ameríkudeild fyrirtækisins.komst hann í
kynni við vísindamenn hjá Berkeleyháskóla
sem voru að koma á legg sprotafyrirtæki í
kringum gönguþjarka. Eyþór tók við starfi
forstjóra Ekso Bionics árið 2010.
Það er hægt að nota orðin að „koma á legg“
í bókstaflegri merkingu því göngu þjark inn
gerir fólki sem er lamað vegna mænu skaða
kleift að standa upp og ganga. Fjórir mót
orar knýja mjaðmir og hné og koma í stað
vöðvaafls. Á bakinu er tölva og raf hlöður sem
knýja þjarkann. Aðrar útgáfur miða að því að
hann nýtist við erfiðisvinnu með því að taka
álag af líkamanum og leyfa þannig notanda
að lyfta þungu fargi eða bera þungar byrðar.
Afhending á tækinu hófst í febrúar á þessu
ári eftir nokkurra ára vöruþróun og prófanir.
Rúmlega tuttugu endurhæfingarspítalar hafa
tekið tækið í notkun beggja vegna Atlantshafs
og von er á að sú tala tvöfaldist fyrir lok ársins.
Tækniumhverfið vestra
Núna starfa 86 manns hjá Ekso Bionics,
þar af þrír Íslendingar. Hjá fyrirtækinu starfa
rúmlega 40 verkfræðingar og 10 þeirra eru
með doktorspróf í sínum greinum. Það hefur
mikið að segja um staðsetningu Ekso Bion
ics í San Franciscoflóanum. Upphaflega er
hugmyndin héðan og tækniumhverfið hér
forsenda þess að hægt sé að þróa hana,“
segir Eyþór. „Framleiðslan byggist á hátækni
og núna er varla völ á kunnáttumönn um í
þessum tæknigreinum nema hér í San Fran
cisco og hugsanlega í Boston.
Markaðurinn er í fyrstu hjá endurhæfingar
stöðvum og sjúkrahúsum víða um heim
en gönguþjarkinn verður síðar þróaður til
heima nota. Það tekur að sögn Eyþórs um
þrjá daga að læra að ganga með þess
um hætti og þá næst hálfur venjulegur
gönguhraði. Öllu er stýrt gegnum nema en
tækið er ekki tengt taugakerfi líkamans.
„Við erum á byrjunarreit í þessari þróun
því eftir fáein ár mun okkur ekki bregða
við að sjá fólk ganga niður Laugaveginn í
vel hönnuðum gönguþjarki,“ segir Eyþór
Bender.
„Á síðunni eru birt gítargrip, auk þess sem notandinn getur valið um að skipta
þeim út fyrir ukulelegrip, en hljóðfærið ukulele nýtur vaxandi vinsælda.“
„Upphaflega er hugmyndin héðan og tækniumhverfið hér
forsenda þess að hægt sé að þróa hana.“
Eyþór Bender.
Gönguþjarkinn gerir lömuðu fólki kleift að
standa upp úr hjólastólunum og ganga.
og frumkvöðlar
Enn sem komið er kallast tækið gönguþjarki eða gengill. Ný nöfn eru
vel þegin því tækið þróast stöðugt og á í framtíðinni ekki aðeins að
nýtast lömuðum heldur öllum sem þurfa á auknum styrk að halda.
Það á þá jafnt við um leik, störf og daglegt líf.
tækniLeGt GönGulAGEyþór Bender hjá Ekso Bionics í San Francisco: