Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 66

Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 66
66 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 Leiðandi í flugfrakt Staða flugfraktar er oft talin endurspegla efnahagsstöðu þjóða hverju sinni. Þar sem eðli starfsemi Icelandair Cargo er hraðflutningar er það eðlilega eitt það fyrsta sem sveiflast með breytingunum sem verða í hagkerfinu. I c e l a n d a i r C a r g o Það er alveg hægt að halda því fram að tölurnar okkar endur­spegli þetta mjög vel. Við sáum fram á mjög hraðan vöxt á innflutningi á tímabilinu frá 2003 til 2007, eða tvöföldun á því magni sem flutt var til landsins á þessu tímabili. Árið 2008 kemur síðan hrunið og flutningarnir falla til baka og árið 2009 var það lélegasta sem við höfum séð síðan um aldamótin síðustu, eða rúmlega 50% niður frá árinu 2007. Flutningarnir fóru ekki að vaxa aftur fyrr en árið 2011 og hafa verið að vaxa um 5­7% á síðustu mánuðum ef horft er til innflutnings. Það má segja að einhver teikn séu því á lofti um hægan bata í hagkerf­ inu sem vonandi er kominn til að vera. Við sáum sömu stöðu á erlendum mörkuðum. Það kreppti verulega að alþjóðlegu um hverfi í kjölfar bankahruns í heiminum rétt eftir það íslenska og fraktflutningar í flugi drógust saman um 20% á mjög skömm­ um tíma árið 2009. Þetta jafnaði sig síðan á met hraða árið 2010 og flutningarn ir fóru aftur á það stig sem þeir voru árið 2008, en núna, í kjölfar vanda mála sem oftast eru tengd við evrusvæðið, hafa flutningar verið á niðurleið þótt sveiflurnar séu minni. Við höfum orðið að líða fyrir þetta í starfsemi okkar í Evrópu þar sem við höfum verið með þrjár til fjórar fraktvélar í leiguverk efn ­ um síðustu ár. Það má því alveg halda því fram að við sjáum fyrst af öllum hvert hagkerfið stefnir hverju sinni, en þar sem eðli okk ar starfsemi er hraðflutningar er það eðlilega eitt það fyrsta sem fellur niður eða fer upp ef breytingar verða á eftirspurn í hagkerfinu.“ Efnahagslífið á réttri leið Nemið þið að efnahagslífið sé að rétta úr kútnum og hverjar eru helstu breytingar sem þá eiga sér stað í flugfraktinni? „Eins og ég hef minnst á sjá­ um við núna breytingar upp á við. Það hafa verið merkjanlegar breytingar síðustu 18 mánuði en fram að því var batinn mjög hægur, eftir rúmlega 50% hrun. Við merkjum líka að sam­ starfsaðilar okkar eru bjartsýnni á að þessi þróun sé komin til að vera. Þær vörur sem við flytjum inn fyrir okkar samstarfsaðila eru oft í dýrari kantinum eða hafa mjög skamman líftíma og þegar kreppir að minnkar veltan á þeim eftir efnum og aðstæðum hjá neytendum. Byggt á þeirri sögulegu staðreynd sem lesa má úr samspili þróunar á hagvexti og innflutningi í flugi má ætla að efna hagslífið sé á réttri leið.“ „Ég held þó að eng- inn vafi leiki á því að verðmætasta afurðin sem við flytjum er ferskur fiskur. Við fljúgum með allt upp í rúmlega 100 tonn á dag af ferskum flökum eða hnakka- stykkjum á markaði í Evrópu og Ameríku.“ Gunnar Már Sigurfinnsson er framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. stofnár Cargo: Hluti af Icelandair þangað til árið 2000. Fyrstu flugferðir forvera Icelandair voru ekki síst með frakt og póst frá Akureyri til Reykjavíkur fyrir 75 árum. stofnendur: Félagið sjálfstætt dótturfélag og síðan systurfélag Flugleiða, eins og félagið hét þá. Fyrsti framkvæmdastjóri var Pétur J. Eiríksson. viðskiptahugmyndin: Að sjá um flutninga á vörum á öllum helstu leiðum Icelandair Cargo og Icelandair. meginmarkmið fyrirtækisins: Að vera leiðandi aðili í flugfrakt á mörkuðum sem falla að leiðarkerfi Icelandair Cargo og Icelandair. Texti: Hrund Hauksdóttir / Myndir: Geir Ólafsson og úr safni ræturnar

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.